Úrval - 01.08.1956, Page 49
HVAÐ ER AÐ I FRAKKLANDI?
47
sem varð almenn og opinber á
þriðja tug þessarar aldar, er
bam þessa sama rómantíska
tíðaranda? Já, og raunar einnig
hin átakanlega dýrkun óþekkta
hermannsins í gröf sinni undir
Sigurboganum og hinar reglu-
bundnu pílagrímsferðir þangað,
sem daglega valda umferðar-
truflunum á Champs Elysées,
mestu umferðargötu Parísar —•
og farnar eru til þess að minn-
ast sigurdags fyrir fjörutíu ár-
um — einnig hún er tímavillt,
síðboiinn ávöxtur hinnar róm-
antísku þjóðerniskenndar.
Oft hef ég líka spurt sjálfan
mig hvort þær sögusagnir sem
sífellt blómstra og dafna í
stjórnmálalífi Frakklands eða
öllu heldur kringum stjórnmála-
mennina, megi ekki einnig rekja
aftur til aldamótaáranna. Char-
les Maurras ogaðrir stjórnmála-
rithöfundar, sem í byrjun ald-
arinnar voru taldir hinir eigin-
legu lærifeður ráðastéttanna,
blésu sífellt að þessum glæðum.
Með því til dæmis að rekja alla
erfiðleika í stjórnmálum dags-
ins til baktjaldamakks, sem frí-
múrarar eða jesúítar eða ein-
hver annar leynifélagsskapur
hafði um hönd. Að kenna auð-
mannaklíku prótestanta um
eina erfiðleika og hinum alþjóð-
lega gyðingdómi um aðra. Með
öðrum orðum: að skjóta sér
undan ábyrgð með því að skella
skuldinni á einhvern aðila, sem
ekkí var unnt að henda reiður
á. Hin miklu landráðamálaferli
sem nú standa yfir í París eru
óhugnanlegt dæmi um þetta.
Gyðingahatrið, sem náði há-
marki sínu í Evrópu í Hitlers-
Þýzkalandi, átti sér sterkar
rætur í Frakklandi um aldamót-
in, löngu fyrir daga Hitlers.
Dreyfusmálið var þá nýlega
afstaðið — og Gyðingar voru
einn daginn sakaðir um að
ganga erinda Þjóðverja og'
annan daginn erinda Englend-
inga. Sósíalistar höfðu litlu
betra orð á sér. Jaurés var
eins og kunnugt er stimplað-
ur sem þýzkur undirróðurs-
maður í næstum öllum blöð-
um Fi'akklands rétt áður err
styrjöldin 1914 brauzt út, og~
ekki eru nema tuttugu ár síð-
an sagt var um Léon Blum að
hann borðaði af silfurdiskum.
Og það er enn til fólk sem trúir
þessu. Ef andrúmsloftið í
stjórnmálaheimi Parísar er um
þessar mundir eitrað af hinum
ótrúlegustu og raunar uppdigt-
uðum sögum um stjórnmála-
menn landsins, ástarævintýri
þeirra, fjármálabrask eða leyni-
makk við erlend ríki, þá er það
einnig arfur frá slúðursöguhöf-
undum breiðstrætanna um alda-
mótin.
En meðan franska þjóðin
lifir þannig með fortíðina eins
og fjötur um fót sinn og er
nauðug knúin inn í tækniöid nú-
tímans, vex upp ný kynslóð í
landinu, sem tekur upp nýjar
lífsvenjur og viðhorf í trássi við
umhverfi og skóla •— og þess