Úrval - 01.08.1956, Side 50
48
ÚRVAL
verður ekki langt að bíða, að
munurinn á æsku Frakklands og
aldamótakynslóðinni verði jafn-
mikill og munurinn á aldamóta-
kynslóðinni og forfeðrum henn-
ar á Napóleonstímunum. Breyt-
ingin er þegar í fullum gangi.
Tökum til dæmis tunguna. Hið
opinbera mál hefur staðnað í
tjáningarformum aldamótanna
og er orðið ónáttúrlegt, en
hingað til hafa allar tilraunir
til breytinga á réttritun og
setningaskipun mætt harðri
mótspyrnu rétttrúaðra. Og hver
er svo árangurinn? Gamall og
mikilsmetinn prófessor við
Svartaskóla skrifaði nýlega í
timaritsgrein, að börn hans töl-
uðu annað mál en hann sjálfur
— þau tala lifandi, en ég tala
dautt mál, skrifaði hann.
Og þetta skýrir ef th vill
betur en hin duttlungafullu
þjóðareinkenni eða gallar
stjórnskipulagsins hversvegna
æ ofan í æ kemur til hatramra
átaka bæði í opinberu lífi og
daglegu lífi frönsku þjóðarinnar
— þjóðin er að vaxa upp úr
hinum þröngu viðhafnarfötum
aldamótaáranna. Hvernig hin
nýju föt verða, munum við
ekki fá að sjá fyrr en eftir
einn eða tvo áratugi.
Tatarar írá öllum löndum Evrópu safnast
saman einu sinni á ári í smábæ i Suður-
Frakklandi og; liylla dýrling sinn:
Lifi hin heilaga Sara!
Grem úr ,,Die Welt der Frau“,
eftir Gabriele Kafer.
TTINN 24. maí á hverju ári
-L-L safnast tatarar saman í
Les-Saintes-Maries-de-la-Mer, *)
afskekktum fiskimannabæ á
*) „Hinar heilögu Mariur sjávar-
ins“, í orðréttri þýðingu.
Miðjarðarhafsströnd Frakk-
lands. Þeir koma þangað í píla-
grímsför úr öllum áttum heims,
því að þar er líkneski af þjóð-
ardýrlingi þeirra., Sara la kali
— Söru hinni svörtu — í graf-
hvelfingu gamallar kastala-