Úrval - 01.08.1956, Síða 51
LIFI HIN HEILAGA SARA!
49
kirkju. Hvernig og hvenær lik-
neskjan er þangað komin, veit
enginn. Uppruni hennar er jafn-
dularfullur og uppruni þess
fólks, sem í þúsundatali kemur
úr fjarlægustu löndum Evrópu
til þess að votta henni ást sína
og lotningu.
I dómum sínum um þessa
flökkuþjóð lætur Evrópumaður.
inn ýmist stjórnast af róman-
tískri tilfinningasemi eða fyrir-
litningu. Hvorttveggja er jafn-
fráleitt, eins og hver og einn
getur sannfærzt um, sem kemur
til Les-Saintes-Maries. Tatar-
arnireru hvorki siðblindir (amo-
ralische) né svallsamir; þeir eru
blátt áfram náttúrufólk, sem
hefur hvorki viljað né reynt að
laga sig eftir siðum og háttum
vestrænna þjóða. Við, sem
komin vorum til hátíðar þess
með yddaða blýanta, ljósmynda-
vélar og segulbandstæki, urðum
heilluð af þeim náttúrlega yndis-
þokka, sem einkennir líf þessa
fólks. Það lét hnýsni okkar og
forvitni engin áhrif hafa á sig,
það söng og dansaði og lék á
hljóðfæri eins og andinn inngaf
því. Ef einhversstaðar var sér-
staklega glatt á hjalla, yfirgáfu
mæðurnar börnin og ömrnurnar
varðeldinn og slógust syngjandi
og klappandi í hópinn. Benzín-
brúsar komu í stað ketilbumbu
og voru barðir með kreppt-
um hnefum. í stað kastanjetta
hringluðu menn tinskeiðum, sem
þeir höfðu skömmu áður borðað
með fiskisúpu, sitjandi á hækj-
um sínum á jörðinni. Ef við
blönduðum okkur hispurslaust
saman við hópinn, heilsuðu þeir
okkur með handabandi og gerðu
okkur að þátttakendum í gleð-
skap sínum. Ef við mættum
þeim á götu, settu þeir sig ekki
úr færi að selja okkur eitthvað.
Því að útlendingar — Gadzés
eins og þeir kalla okkur — eru
að þeirra áliti til þess eins að
pretta þá.
Okkur er gjarnt að líta á tat-
arana sem óábyrgan flökkulýð,
er ekki sé hægt að taka alvar-
lega. Segja má, að þeir gjaldi
okkur í sömu mynt. Þeir gera
sér mat úr meðaumkun okkar
og senda börn sín klædd örg-
ustu tötrum til að betla. Þeir
spekúlera í hjátrú okkar á þann
hátt, að bjóðast til að Iesa í lófa
okkar gegn hæfilegri þóknun.
Alltaf eru þeir sannfærðir um,
að þeir muni með ósigrandi
mælsku sinni geta teymt hinn
auðtrúa Gadzé á eyrunum.
Heima fyrir þekkjum við
tatarana sem ketilbætara,
körfugerðarmenn og teppasala,
sem koma að dyrum okkar og
falbjóða vöru sína og þjónustu.
Og þessi kvnni hafa vakið tor-
tryggni okkar.
En í Saintes-Maries eru þeir
allt öðruvísi. Þar lifa þeir —
í sínum hópi — eftir eigin lög-
um, sem eru mjög ströng. Sá
sem heldur að stjórnleysi og
siðlej^si ríki meðal tatara, fer
villur vegar. Jafntítt og þeir
komast í kast við lög gistiþjóða