Úrval - 01.08.1956, Síða 53
LIFI HIN HEILAGA SARA!
51
að tatararnir steyptu yfir sig
klæðum hins fróma pílagríms,
ef til vill komu þeir þannig —
fyrir mörgum öldum — til helgi-
staðar síns í Les-Saintes-Mai ies.
de-la-Mer og hins svarta dýr-
lings síns. Öruggt var þetta
heimilislausa fólk einungis á
pílagrímsferðum sínum. Aðeins
sem pílagrímar gat það hópazt
saman án þess að verða fyrir
ofsóknum. Og þarna við sjóinn,
hjá heilagri Maríu, reistu þeir
hinni svörtu Söru sinni minnis-
merki í kastalakirkjunni.
Ef til vill er þetta þjóðsaga.
Hitt er staðreynd, að einu sinni
á ári safnast þessir eirðarlausu
flökkumenn saman í eina þjóð
á einum stað. Úr suðri koma
Gítanar, hinir spænsku og kata-
lónsku tatarar, sem leika af
undraverðri list á gítara sína,
úr norðri koma Kalderar, kopar-
smiðirnir, Rómaniklar, Manúkar
og hvað þeir nú heita allir. I
maímánuði liggja allar leiðir
tatara af öllum ættflokkum og
þjóðernum til Les-Saintes-Ma-
ries. Þúsundir þeirra eru saman-
komnar þegar hinn svarti dýr-
lingur er borinn á herðum
frómra og verðugra í tilkomu-
mikilli skrúðgöngu úr kirkjunni
niður að sjónum. I átta daga
eru óvild og ættflokkadeilur
gleymdar og grafnar. I sátt og
eindrægni standa gljáfægðir
dýrindisvagnar við hlið aflóga
bílskrjóða og óhreinir betlarar
og stoltir ættarhöfðingjar heils-
ast fagnandi. I átta stutta daga
tengjast hinir friðlausu bönd-
um þjóðernis og líta á sig sem
eina stóra fjölskyldu.
En ekki lengur. Varla hefur
hinn helgi dýrlingur, sveipaður
nýjum silkiklæðnaði, verið lagð-
ur að nýju í hina dimmu graf-
hvelfingu sína, þegar hópurinn
tekur að tvístrast. Hvert farar-
tækið á fætur öðru olnbogar sig
út úr þrengslunum og heldur á
brott. Og innan fárra daga er
aftur orðið kyrrt og mannlaust
í Saint-Maries, eins og allt hefðu
þetta verið reimleikar einir.
Þangað til 24. maí næsta ár.
Þá koma tatararnir aftur, og
sagan endurtekur sig.
□---□
1 fnigu friðarins.
Nektarsinnar — eða stríplingar — hvaðanæva úr heiminum.
héldu nýlega þing' í Sviss. Á þing'inu var gerð samþykkt á
þá leið, að einungis nektarstefnan muni geta bundið enda á
allar styrjaldir. Meginröksemdin er sú, að ,,ef menn hættu
að ganga i einkennisbúningum, myndu þeir ekki geta barizt,
þar sem ekki væri þá unnt að þekkja í sundur vini og óvini".
— American Mercury.