Úrval - 01.08.1956, Síða 58

Úrval - 01.08.1956, Síða 58
56 ÚRVAL er framleidd úr sauðamjólk og mjólk úr kúm af villinautakyni. Mjólkin er sýrð með tvennskon- ar staflaga mjólkursýrugerlum, lactobacillus bulgaricus og lac- tobacilus jugurt. Jogurt hlaut frægð sína eftir að rússneski bakteríufræðingurinn Metschni- koff bar fram þá kenningu, að gerlar þessir lifðu góðu lífi í þörmum mannsins og gætu þannig komið í veg fyrir rotn- un, sem tíðum væri orsök melt- ingarsjúkdóma, gigtar og æða- kölkunar. Bentj hann máli sínu til sönnunar á, að við Svartahaf, þar sem jogurt væri algeng fæða, næði fjöldi fólks óvenju- lega háum aldri. Þessi kenning Metschnikoffs hefur þó ekki staðizt dóm reynslunnar, því að hvorki þessir gerlar né þeir sem eru í áfum, súrmjólk og ymer, geta lifað í görnunum og ristl- inum, og því rangt að ætla þeim annað gildi én næringargildi. Aftur á móti hefur komið í ljós, að annar mjólkursýrugerill, lactobacillus acidophilus, sem notaður er við framleiðslu á acidophilusmjólk, getur lifað í þörmum mannsins og kann sú mjólk því að hafa eitthvert lækningagildi. Bæði jogurt og acidophilusmjólk er nú fram- leidd í mörgum löndum, m. a. í Danmörku, en notuð er kúa- mjólk í stað sauðamjólkur. I Armeníu er framleitt úr villinauta-, sauða- og geitamjólk svonefnt mazun á þann hátt að mjólkin úr sýrð með 25% kúlu- laga, 25% staflaga mjólkur- sýrugerlum og 50% víngerlum. I þessari súrmjólkurvöru er vín- andagerjunin þó óveruleg, en hún er aftur á móti talsverð í öðrum þrem súrmjólkurtegund- um, leben, sem framleitt er í Egyptalandi, kumys, sem fram- leitt er í Rússlandi og kefir, sem framleitt er á steppum Síberíu og í Kákasus. I þessum þrem tegundum lifa mjólkursýrugerl- ar og víngerlar í samlífi (sym- biose) og mynda mjólkursýru, kolsýru og vínanda. Kumys er einkum framleitt úr kaplamjólk, sem er hentug til vínandagerj- junar vegna þess hve sæt hún er. Kunnust af þessum þrem teg- undum er kefir, sem framleitt er á þann hátt, að settir eru í mjólkina sérstakir kefirkekk- ir (gerlagróður) og hún látin standa til næsta dags. Því næst eru kekkirnir síaðir frá og mjólkin blönduð nýmjólk til helminga og látin á flöskur, sem lokað er með sérstökum töpp- um. Eftir að hafa staðið í einn sólarhring til, er þetta orðið að þunnum, freyðandi drykk, sem inniheldur um 1% sýru og Vá—Ví % vínanda. Áður fyrr var algengt að gefa sjúklingum kefir, en órannsak- að er hvort það hefur í sér fólg- inn einhvern læknisdóm, að minnsta kosti þrífast engir þeir gerlar, sem í því eru, í þörmum mannsins, en ef til vill hefur hið mikla magn af ger, sem í því er, haft gagnleg áhrif.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.