Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 66
64
ÚRVAL
Hann hlaut miklu minni opin-
bera viðurkenningu en flestum
miklpm vísindamönnum fellur í
skaut. Lítill háskóli í Ameríku
var eini háskólinn í heiminum,
sem sæmdi hann doktorstitli í
heiðursskyni. Þrír nánustu vinir
hans, sem unnu með honum ár-
um saman, höfnuðu síðar kenn-
ingum hans og yfirgáfu hann.
Síðustu sextán ár ævinnar háði
hann þjáningarfulla baráttu við
krabbamein, sem að lokum
leiddi hann til dauða skömmu
eftir að hann flýði til Englands
undan ofsóknum nazista.
Á hinn bóginn lifði hann ó-
venju hamingjusömu f jölskyldu.
Iífi og átti fjölda góðra vina.
Andstaðan gegn kenningum
hans varð tilefni ýmissa ósannra
sögusagna um persónuleika
hans, sem ég hef neyðst til að
bera til baka í hinni opinberu
ævisögu hans, er ég hef tekizt á
hendur að skrifa; ég get talað
af eigin reynd, því að ég hafði
náin kynni af Freud í meira en
þrjátíu ár. Því hefur verið hald-
ið fram, að hann hafi verið
þurr á manninn, ónotalegur í
viðmóti og ofstækisfullur. Mín
kynni af honum voru allt önnur.
Hann reyndist mér hjartahlýr
vinur og skemmtilegur félagi,
gæddur ríkri kímnigáfu, en
undimiðri alvörugefinn. Hann
hafði yndi af því að svara
spumingum eða varpa ljósi á
umræðefni með því að vitna í
einhverja góða Gyðingasögu, en
hann hafði jafnan gnægð þeirra
á hraðbergi. Mannhaturs gættí
aldrei hjá honum, en hann gat
stundum verið meinfyndinn.
Hann var ágætlega máli farinn
og hafði mjög gott vald á rit-
uðu máli. Illdeilur og þrætur
voru honum f jarri skapi, og er
ekki kunnugt um að hann hafi
nema einu sinni á ævinni lent
í slíku. Hann var yfirlætislaus
maður og bar í brjósti auðmýkt
hins sanna vísindamanns gagn-
vart hinum fjölbreytilega stór-
fengleik heimsins.
Freud hafði ekki háar hug-
myndir um mannkynið í heild.
Af öllum dyggðum mat hann
mest góðvild og ráðvendni, en
hafði mesta óbeit á hrottaskap
og hræsni. Hann var þeirrar
skoðunar, að einungis fáir menn
væru sannir í þessu tilliti. Góð
hegðun væri hjá flestum mönn-
um ekki sprottin af eðlisgæðum,
heldur af öðrum hvötum, svo
sem slæmi'i samvizku, ótta við
almenningsálitið eða öðrum slík-
um. Þessi skoðun hans á mann-
kyninu leiddi hann oft afvega
í skiptum hans við menn. Hann
var í aðra röndina barnalega
bjartsýnn, sem olli því að ný
kynni af mönnum vöktu ósjald-
an hjá honum von um, að þeir
væru í hópi hinna fáu útvöldu,
og þegar hann fann síðar veil-
ur í skapgerð þeirra, varð hann
fyrir sárum vonbrigðum, fannst
jafnvel að sér hefði verið gerð-
ur óréttur. Þessara erfðileika
gætti aldrei í sambúðinni við
þá sem honum þótti vænt um;