Úrval - 01.08.1956, Page 83

Úrval - 01.08.1956, Page 83
ÞEGAR SÓLIN STÓÐ KYRR 81 plánetu, þá sem er undir fótum voi'um; ,,af þeirri þekkingu sem þannig fæst á hann að draga hliðstæður varðandi aðra þegna sólkerfis vors.“ Þetta leitast dr. Velikovsky við að gera og hag- nýtir sér í því skyni nýja þekk- ingu í rafsegulrnagnsfræði og kjarnorkuvísindum. Hann heldur því fram, að það sem gerist i himingeimnum sé hliðstætt því sem gerist í atóm- inu þar sem rafeindirnar snúast í kringum kjarnann eins og plá- netur í kringum sólina. En öðru hvoru skipta rafeindirnar um braut. Einhver mun nú segja: ,,Ekki lesum við það í morgun- blaðinu okkar, að Satúrnus eða Mars hafi skyndilega skipt um braut.“ Rétt er það; við lesum það ekki í blöðunum, af því að það er ekki daglegur viðburð- ur, en við lesum um það í forn- um frásögnum, sem vitnað er í í þessari bók. I atóminu gengur plánetan kringum sól sína milljón sinnum á sekúndu. Hún getur farið billjónir hringferða, án þess að breyta um braut. En svo tekur atómið til sín örlít- inn orkuskammt, og rafeindin færir sig út á fjarlægari braut þar sem árið er lengra; eða atómið gefur frá sér örlítinn orkuskammt og rafeindin færir sig á nálægari braut þar sem árið er styttra. I hinum stóra heimi sólkerfisins geta liðið ald- ir eða árþúsundir án þess að svona atburðir gerist. Eftir að þessi hugmynd höf- undar er orðin mönnum ljós — að hinar snöggu umbreytingar, sem sífellt eru að gerast í hin- um smáa heimi atómanna, hafa einnig gerzt jafnsnögglega í heimi sólkerfanna ■— birtast ýms gömul og dularfull fyrir- brigði í nýju ljósi. Allir stjörnufræðingar vita, að ef nægilega stór efnishnött- ur kæmist í snertingu við jörð- ina, mundi hann geta fært möndulsnúning jarðarinnar úr lagi. Enn í dag eru milljónir halastjarna á flakki um geim- inn, hættulegar jörðinni, að vísu ekki bráðhættulegar, en hættulegar eigi að síður. Við vitum, að jörðin er sífellt að rekast á loftsteina; oft falla slíkir steinar glóandi til jarðar. Þó trúði því enginn vísindamað- ur fram að aldamótunum 1800, að steinar gætu fallið af himn- um. Koperníkus, Galileo, Kepl- er og Newton voru allir jafn- vantrúaðir á slík fyrirbrigði. En árið 1803 ringdi loftsteinum yfir L’Aigle í Frakklandi. Franska vísinda-akademían lét rannsaka fyrirbrigðið, og þá sannfærðust menn um, að villuráfandi stein- ar í geimnum geta rekizt á jörðina. I frásögnum biblíunnar finn- ur höfundurinn örugga stað- festingu á návist halastjörnu þessa minnisverðu daga. Ef til dæmis höfuð halastjörnu kæmi í nánd við jörðina, mundi áreið- anlega rigna yfir hana loftstein- um. I Jósúabók er þess getið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.