Úrval - 01.08.1956, Síða 83
ÞEGAR SÓLIN STÓÐ KYRR
81
plánetu, þá sem er undir fótum
voi'um; ,,af þeirri þekkingu sem
þannig fæst á hann að draga
hliðstæður varðandi aðra þegna
sólkerfis vors.“ Þetta leitast dr.
Velikovsky við að gera og hag-
nýtir sér í því skyni nýja þekk-
ingu í rafsegulrnagnsfræði og
kjarnorkuvísindum.
Hann heldur því fram, að það
sem gerist i himingeimnum sé
hliðstætt því sem gerist í atóm-
inu þar sem rafeindirnar snúast
í kringum kjarnann eins og plá-
netur í kringum sólina. En öðru
hvoru skipta rafeindirnar um
braut. Einhver mun nú segja:
,,Ekki lesum við það í morgun-
blaðinu okkar, að Satúrnus eða
Mars hafi skyndilega skipt um
braut.“ Rétt er það; við lesum
það ekki í blöðunum, af því að
það er ekki daglegur viðburð-
ur, en við lesum um það í forn-
um frásögnum, sem vitnað er í
í þessari bók. I atóminu gengur
plánetan kringum sól sína
milljón sinnum á sekúndu. Hún
getur farið billjónir hringferða,
án þess að breyta um braut. En
svo tekur atómið til sín örlít-
inn orkuskammt, og rafeindin
færir sig út á fjarlægari braut
þar sem árið er lengra; eða
atómið gefur frá sér örlítinn
orkuskammt og rafeindin færir
sig á nálægari braut þar sem
árið er styttra. I hinum stóra
heimi sólkerfisins geta liðið ald-
ir eða árþúsundir án þess að
svona atburðir gerist.
Eftir að þessi hugmynd höf-
undar er orðin mönnum ljós —
að hinar snöggu umbreytingar,
sem sífellt eru að gerast í hin-
um smáa heimi atómanna, hafa
einnig gerzt jafnsnögglega í
heimi sólkerfanna ■— birtast
ýms gömul og dularfull fyrir-
brigði í nýju ljósi.
Allir stjörnufræðingar vita,
að ef nægilega stór efnishnött-
ur kæmist í snertingu við jörð-
ina, mundi hann geta fært
möndulsnúning jarðarinnar úr
lagi. Enn í dag eru milljónir
halastjarna á flakki um geim-
inn, hættulegar jörðinni, að
vísu ekki bráðhættulegar, en
hættulegar eigi að síður. Við
vitum, að jörðin er sífellt að
rekast á loftsteina; oft falla
slíkir steinar glóandi til jarðar.
Þó trúði því enginn vísindamað-
ur fram að aldamótunum 1800,
að steinar gætu fallið af himn-
um. Koperníkus, Galileo, Kepl-
er og Newton voru allir jafn-
vantrúaðir á slík fyrirbrigði. En
árið 1803 ringdi loftsteinum yfir
L’Aigle í Frakklandi. Franska
vísinda-akademían lét rannsaka
fyrirbrigðið, og þá sannfærðust
menn um, að villuráfandi stein-
ar í geimnum geta rekizt á
jörðina.
I frásögnum biblíunnar finn-
ur höfundurinn örugga stað-
festingu á návist halastjörnu
þessa minnisverðu daga. Ef til
dæmis höfuð halastjörnu kæmi
í nánd við jörðina, mundi áreið-
anlega rigna yfir hana loftstein-
um. I Jósúabók er þess getið