Úrval - 01.08.1956, Síða 89
SAGAN BAKVIÐ TOGLEÐURSTUGGUNA
87
ros; það eru fíldjarfir ævintýra-
menn, áþekkir gullleitarmönnum
Ameríku á öldinni sem leið. Þeir
„tappa“ safann af trjánum á
svipaðan hátt og gúmmítré eru
„mjólkuð“, og er þá gjarnan
tekinn svo mikill safi, sem trén
frekast þola, en þá er heldur
ekki hægt að mjólka þau næstu
fimm sex árin. Chicleros lifa
við ótrúlegt harðræði, en hafa
litla hugmynd um gildi sitt fyrir
heimsverzlunina. 1 heimsstyrj-
öldinni síðari, sem þeir höfðu
litlar fréttir af og létu sig engu
skipta, reyndu hinar miklu
tuggugúmmíverksmiðjur, eins
og t. d. Wrigley, allskonar
gerviefni í staðinn fyrir chicle,
en neytendurnir létu ekki
blekkjast. Þeir hættu blátt á-
fram að kaupa tuggugúmmí.
Nauðugar viljugar urðu þær því
að leita aftur á náðir chicleros.
Quintana Roo er feiknamik-
ið frumskógaland, utan við lög
og rétt, veglaust og votlent.
Upp af endalausum fenjum og
mýrum stíga daunillar gufur frá
rotnandi jurtaleifum og ferleg-
ar vafningsviðarflækjur þekja
skógarsvörðinn, sem af þeim
sökum er mjög ógreiðfær. Allir
sjúkdómar hitabeltisins eru
þarna landlægir. f þessu græna,
gufumettaða víti vinna hinir
harðgerðu chicleros. Margir
hafa með sér konu og börn.
Konurnar aðstoða menn sína.
Undir eins og búið er að mjólka
tré, verður að sjóða safann og
fleyta ofan af honum froðuna.
Konurnar standa við stóra potta
og hræra í, hálfnaktai' og gljá-
andi af svita, en bömin tritla
um allsnakin. Feðurnir liggja
örmagna í hengirúmum sínum
og leita gleymsku í römm-
um reyknum frá marihuana-
sígarettum. Flestii' eru þeir
Indíánar, en margir auðnuleys-
ingjar og útlagar úr samfélagi
hvítra manna, sem hafa flúið
á náðir frumskóganna í Quint-
ana Roo. En sá náðarfaðmur
hefur mörgum þeirra reynzt
banvænn. Sumir drukkna í
botnlausum fenjum og mýrum,
aðrir verða hitasóttinni að bráð
eða öðrum ógnum frumskóg-
anna, sem bíða við hvert fót-
mál. Skelfilegust er la nauyaca,
slanga sem lifir í trjánum og"
líkist feiskinni grein. Bit henn
ar er banvænt. Margar hrylli-
legar sögur ganga um la
nauyaca. Ein segir fr'á chiclero
sem sat í reipi sínu uppi tré og
var að mjólka. Þá heyrði hann
ski'jáf í laufinu yfir höfði sér.
Annars hugar sló hann með
hendinni til greinarenda, sem
hann sá hreyfast, en í sömu
svifum fann hann sting í hand-
legginn og sá nauyaca skríða
í burtu. Hann hafði einhvern-
tíma heyrt, að vinna mætti bug
á hinu banvæna eitri með því
að gleypa í skyndi bita af
slöngunni, sem bitinu olli, og í
dauðans angist fálmaði hann
eftir slöngunni — daginn eftir
mætti félögum hans skelfileg
sýn: í zapote-tré hékk chiclero