Úrval - 01.08.1956, Qupperneq 89

Úrval - 01.08.1956, Qupperneq 89
SAGAN BAKVIÐ TOGLEÐURSTUGGUNA 87 ros; það eru fíldjarfir ævintýra- menn, áþekkir gullleitarmönnum Ameríku á öldinni sem leið. Þeir „tappa“ safann af trjánum á svipaðan hátt og gúmmítré eru „mjólkuð“, og er þá gjarnan tekinn svo mikill safi, sem trén frekast þola, en þá er heldur ekki hægt að mjólka þau næstu fimm sex árin. Chicleros lifa við ótrúlegt harðræði, en hafa litla hugmynd um gildi sitt fyrir heimsverzlunina. 1 heimsstyrj- öldinni síðari, sem þeir höfðu litlar fréttir af og létu sig engu skipta, reyndu hinar miklu tuggugúmmíverksmiðjur, eins og t. d. Wrigley, allskonar gerviefni í staðinn fyrir chicle, en neytendurnir létu ekki blekkjast. Þeir hættu blátt á- fram að kaupa tuggugúmmí. Nauðugar viljugar urðu þær því að leita aftur á náðir chicleros. Quintana Roo er feiknamik- ið frumskógaland, utan við lög og rétt, veglaust og votlent. Upp af endalausum fenjum og mýrum stíga daunillar gufur frá rotnandi jurtaleifum og ferleg- ar vafningsviðarflækjur þekja skógarsvörðinn, sem af þeim sökum er mjög ógreiðfær. Allir sjúkdómar hitabeltisins eru þarna landlægir. f þessu græna, gufumettaða víti vinna hinir harðgerðu chicleros. Margir hafa með sér konu og börn. Konurnar aðstoða menn sína. Undir eins og búið er að mjólka tré, verður að sjóða safann og fleyta ofan af honum froðuna. Konurnar standa við stóra potta og hræra í, hálfnaktai' og gljá- andi af svita, en bömin tritla um allsnakin. Feðurnir liggja örmagna í hengirúmum sínum og leita gleymsku í römm- um reyknum frá marihuana- sígarettum. Flestii' eru þeir Indíánar, en margir auðnuleys- ingjar og útlagar úr samfélagi hvítra manna, sem hafa flúið á náðir frumskóganna í Quint- ana Roo. En sá náðarfaðmur hefur mörgum þeirra reynzt banvænn. Sumir drukkna í botnlausum fenjum og mýrum, aðrir verða hitasóttinni að bráð eða öðrum ógnum frumskóg- anna, sem bíða við hvert fót- mál. Skelfilegust er la nauyaca, slanga sem lifir í trjánum og" líkist feiskinni grein. Bit henn ar er banvænt. Margar hrylli- legar sögur ganga um la nauyaca. Ein segir fr'á chiclero sem sat í reipi sínu uppi tré og var að mjólka. Þá heyrði hann ski'jáf í laufinu yfir höfði sér. Annars hugar sló hann með hendinni til greinarenda, sem hann sá hreyfast, en í sömu svifum fann hann sting í hand- legginn og sá nauyaca skríða í burtu. Hann hafði einhvern- tíma heyrt, að vinna mætti bug á hinu banvæna eitri með því að gleypa í skyndi bita af slöngunni, sem bitinu olli, og í dauðans angist fálmaði hann eftir slöngunni — daginn eftir mætti félögum hans skelfileg sýn: í zapote-tré hékk chiclero
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.