Úrval - 01.08.1956, Page 100

Úrval - 01.08.1956, Page 100
98 ÚRVAL um svo, að faðir hans hefði kom- ið niður með skammbyssuna í hendinni, en hann verið nógu fljótur að segja til sin, og faðir hans hefði síðan orðið skelfingu lostinn yfir því, hve litlu mun- aði að hann dræpi hann ? Og hver vissi nema sá dagur kæmi, að faðir hans minntist þessarar nætur og óskaði þess, að ekkert viðvörunarhróp hefði borizt að eyrum hans? Páll skemmti sér við þessa síðustu tilhugsun unz dagur rann. Næsta sunnudag var ágætt veður, það var sumarblíða, þótt komið væri fram í nóvember. Um morguninn varð Páll að fara til kirkju og í sunnudagaskól- ann, eins og venjulega. Þegar veður var gott á sunnudags- eftirmiðdögum, sátu íbúar Kor- delíugötunnar oftast úti á tröpp- um og ræddu við nágrannana eða kölluðust á yfir götuna. Karlmennirnir létu fara vel um sig á litfögrum sessum, sem lagðar voru á forstofutröppuna, en konurnar sátu í ruggustólum á þröngum svölunum. Börnin léku sér á götunni; þau voru svo mörg, að gatan var líkust barnaleikvelli. Karlmennirnir á tröppunum — þeir voru allir á skyrtunni og með fráhneppt vestin —- sátu með útglennta fætur og slapandi ístrur og ræddu um verðlagið á vörunum eða sögðu skrítlur um vizku yf- irmanna sinna. Stundum litu þeir yfir barnahópinn, hlustuðu með viðkvæmni á hvellar raddir æskufólksins, brostu, þegar þeir sáu eiginleika sína koma í ljós hjá afkomendunum, og blönd- uðu sögurnar um stálkóngana frásögnum af framförum sona sinna í skólanum,dugnaði þeirra í reikningi og þeim fjárhæðum, sem þeim hefði tekizt að safna í sparibaukinn. Þetta var síð- asti sunnudagurinn í nóvember og Páll sat allan eftirmiðdag- inn á neðsta tröppuþrepinu og horfði út á götuna, en systur hans sátu í ruggustólunum sín- urn og röbbuðu við dæturkirkju- varðarins í næsta húsi um hve margar blússur þær hefðu saum- að síðustu vikuna eða hve mörg- um vöfflum einhver hefði torgað í síðasta félagssamsætinu. Þeg- ar heitt var í veðri og faðir hans var í sérstaklega góðu skapi, bjuggu stúlkurnar til saftblöndu handa föður sínum, og saftin var alltaf borin fram í rauðri könnu, sem var skreytt smellt- um gleym-mér-ei blómum, blá- um að lit. Þennan dag sat faðir Páls í efsta þrepinu og spjallaði við ungan mann, sem var að reyna að hugga óvært barn með því að flytja það af einu hnénu á annað. Þetta var ungi maðurinn, sem Páli var daglega bent á að taka sér til fyrirmyndar, enda var það heitasta ósk föð- urins, að Páll líktist honum. Ungi maðurinn var rjóður í and- liti, með rauðan munn og upp-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.