Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 101
VERALDARSAGA PÁLS PÁLSSONAR
99
lituð, nærsýn augu. Hann var
með þykk gleraugu og gull-
spangir bak við eyrun. Hann
vann á skrifstofu hjá einhverj-
um stórlaxinum í stálfyrirtæki
einu, og í Kordelíugötunni var
áiitið, að hann ætti mikla fram-
tíð fyrir sér. Það var sagt, að
fyrir fimm árum — hann var
nýlega orðinn tuttugu og sex —
hefði hann verið talsvert „fall-
gefinn“, en til þess að hemja
fýsnir sínar og spara sér það
tíma. og orkutap sem það hefði
kostað að hlaupa af sér hornin,
hafði hann farið eftir ráðlegg-
ingum forstjóra síns, sem hann
las oft yfir starfsmönnun-
um, og gift sig fyrstu stúlkunni,
sem hann gat taiið á að gerast
lífsförunautur sinn. Það reynd-
ist vera beinaber kennslukona,
miklu eldri en hann, sem líka
var með þykk gleraugu, og hún
hafði nú alið honum fjögur
börn, sem öll voru nærsýn eins
og hann.
Ungi maðurinn sagði frá því
hvernig forstjóri hans, sem nú
var á siglingu á Miðjarðarhaf-
inu, fylgdist með öllu sem gerð-
ist í fyrirtækinu. Hann hafði
jafnlangan skrifstofutíma um
borð í skemmtisnekkjunni og
heima, og hann afkastaði svo
miklu, að það þurfti tvo þaul-
æfða hraðritara til að hafa
við honum. Síðan sagði faðir
Páls frá áætlun, sem félag hans
hafði í undirbúningi um að
leggja rafmagnsjárnbraut hjá
Kairo. Páll kipraði saman var-
irnar; það lagðist í hann að þeir
yrðu búnir að eyðileggja allt
það sem faliegt var og sérkenni
legt áður en hann kæmist þang-
að. Samt sem áður hafði
hann gaman af sögunum um
stálkóngana, sem sagðar voru
upp aftur og aftur, bæði á virk-
um dögum og helgum. Frá-
sagnir af höllum í Feneyjum,
skemmtisnekkjum á Miðjarðar-
hafinu og fjárhættuspilinu í
Monte Carlo kitluðu ímyndunar-
afl hans, og hann hlustaði með
áfergju á frásagnir af afrekum
sendisveina, sem höfðu orðið
miklir menn, enda þótt honum
sjálfum hefði aldrei dottið í hug
að verða sendisveinn.
Þegar búið var að borða
kvöldmatinn og Páll hafði hjálp-
að til að þurrka diskana, spurði
hann föður sinn með kvíða-
blandinni rödd, hvort hann
mætti fara til Georgs, til þess
að fá aðstoð við flatarmálsfræð-
ina, og enn hræddari bað hann
um aura fyrir sporvagnsmiða.
Hann varð að endurtaka síðari
bónina, því að það var megin-
regla hjá föðurnum, að taka
fjárbeiðnum illa, hvort sem um
stóra eða litla upphæð var að
ræða. Hann spurði Pál, hvort
hann gæti ekki farið til einhvers
pilts, sem ætti heima nær og
sagði, að hann ætti ekki að
fresta lexíulestrinum til sunnu-
dagsins; en hann lét hann samt
fá aurana. Faðirinn var ekki
fátækur, en hann var gæddur
þeim virðingarverða metnaði að