Úrval - 01.08.1956, Page 103

Úrval - 01.08.1956, Page 103
VERALDARSAGA PÁLS PÁLSSONAR 101' an leikaranna grunaði hið minnsta, allra sízt Charley Ed- wards. Þetta var svipað og gömlu sagnirnar, sem gengu í London áður fyrr, um forríka Gyðinga, sem áttu neðanjarðar- sali, skreytta pálmum, gos- brunnum og daufum Ijóskerum, þar sem glæsibúnar konur höfðu aðsetur og sáu aldrei drunga- lega dagsbirtu Lundúnaborgar. Á sama hátt átti Páll sitt must- eri í reykþrunginni borginni, töfrateppi sitt, bláa og hvíta miðjarðarhafsströnd, sem var laugað eilífu sólskini. Margir af kennurum Páls voru þeirrar skoðunar, að ímyndun- arafl hans hefði spilltzt af allt of miklum skáldsagnalestri; en í rauninni las hann aldrei neitt. Bækurnar heima hjá honum voru ekki þess eðlis, að þær væru freistandi eða gætu spillt ungum huga, og enda þótt sum- ir kunningjar hans væru að hvetja hann til að lesa skáld- sögur — þá uppfyllti hljómlist- in miklu fljótar óskir hans.Hann þurfti aðeins að fá neistann, hina ólýsanlegu örvun, sem gaf ímyndunaraflinu vald yfir huga hans, og síðan gat hann sjálfur spunnið söguþráð og skapað myndir. Hitt var líka jafnsatt, að hann hafði engan sérstakan leikhúsáhuga —• að minnsta kosti ekki í venjulegum skiln- ingi. Plann langaði hvorki til að verða leikari né tónlistarmaður. Hann þráði ekki neitt af þessu; það sem hann þráði var að sjá, að lifa í andrúmsloftinu, að ber- ast með bylgjunum mílu eftir mílu, burt frá öllu. Hvert kvöld, sem Páll var bak við sviðstjöldin, gerði skólann enn viðurstyggilegri í augum hans; auð gólfin og naktir vegg. irnir; ósjálegir karlmennirnir, sem aldrei voru í lafafrakka eða með blóm í hnappagatinu; kven- fólkið í ósmekklegum búning- um sínum, með sínar skræku raddir og skelfilegu alvöru, þeg- ar um var að ræða forsetningar sem stýrðu þágufalli. Hann gat ekki þolað, að hinir nemendurn- ir álitu, að hann mæti þessar manneskjur nokkurs; hann varð að koma þeim í skilning um að hann liti á þetta allt sem hé- góma og væri þarna aðeins upp á grín. Hann átti áritaðar mynd. ir af öllum leikurunum í leik- flokknum. Hann sýndi skólafé- lögum sínum þessar myndir og sagði þeim hinar lygilegustu sögur af náinni vináttu sinni við þessar persónur, af kunn- ingskap sínum við einsöngvar- ana, sem komu fram í hljóm- leikahöllinni, af veizlum, sem hann hefði setið með þeim og' blómvöndum sem hann hefði sent þeim. Þegar þessar sögur hættu að hafa áh-rif á áheyr- endurna, var hann vanur að kveðja piltana með þeim um- mælum, að hann væri að leggja upp í ferðalag; hann kvaðst ætla að fara til Napoli, Kaliforníu og Egyptalands. Og svo var hann vanur að koma aftur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.