Úrval - 01.08.1956, Síða 106

Úrval - 01.08.1956, Síða 106
104 ÚRVAL gulu narcissurnar á borðið hjá legubekknum, lagðist síðan fyr- ir og breiddi mjúkt flókateppi yfir sig. Hann var dauðþreytt- ur; það hafði verið svo mikill asi á honum, hann hafði lifað í svo miklum taugaæsingi og ferðazt svo langa leið síðasta sólarhringinn, að hann langaði til að hugsa um hvernig öllu hafði reitt af. Hann varð djúpt hugsi, sljóvgaöur af veðurhljóð- inu, hlýjunni og angan blóm- anna. Það hafði verið ákaflega ein- falt; málinu hafði í rauninni verið ráðið til lykta með því að banna honum aðgang að leik- húsinu og hljómleikasalnum. Það eina sem hann furðaði sig á, var hugrekkið, sem hann hafði sýnt — því að honum var vel ljóst, að hann hafði alltaf verið haldinn ótta; ótta, sem á seinni árum hafði lamað hann og þjarmað að vöðvunum í lík- ama hans, líkt og möskvarnir í lyganetinu, sem hafði vafizt um hann. Allt til þessa gat hann ekki minnzt neinnar þeirrar stundar, þegar hann var ekki hræddur við eitthvað. Jafnvel þegar hann var lítill drengur, var óttinn á næstu grösum —- bak við hann, fyrir framan hann eða beggja vegna við hann. Það hafði ætíð verið eitthvert skuggalegt horn eða dimmt skot, sem hann þorði ekki að gægjast inn í; honum fannst einhver vera að gefa sér gætur úr myrkrinu — og hann vissi ofurvel, að það var ekki allí fallegt, sem hann ha.fði aðhafzt. En nú var honum einkenni- lega létt í skapi, eins og hann hefði loks ákveðið að taka upp baráttuna við myrkravöldin fyr- ir alvöru. Og þó var ekki nema einn dagur liðinn síðan hann bar þrældómsokið á herðum sér. Hann hafði daginn áður verið sendur með peninga í bankann fyrir Denny & Carson, eins og venjulega — og honum var sagt, að hann ætti að skilja bók- ina eftir í bankanum, til þess að hægt væri að færa viðskipt- in inn í hana. Hann hafði tekið um tvö þús- und dollara í ávísunum og þús- und dollara í reiðufé út úr bók- inni og stungið fénu í vasa sinn í mestu rólegheitum. Síðan hafði hann skrifað kvittun í bankan- um fyrir innlegginu. Hann hafði haft svo góða stjórn á taugum sínum, að hann gat snúið aftur til skrifstofunnar, lokið dags- verkinu og beðið um frí næsta dag, sem var laugardagur. Hann hafði gefið mjög sennilega skýr- ingu á því, hversvegna hann þyrfti á fríi að halda. Hann vissi, að bankabókin yrði ekki send fyrr en á mánudag eða þriðjudag og að faðir hans yrði fjarverandi úr borginni næstu vikuna. Frá því að hann stakk seðlunum í vasann og þar til hann steig upp í New York aust- urlestina, hafði hann ekki hik- að andartak.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.