Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 106
104
ÚRVAL
gulu narcissurnar á borðið hjá
legubekknum, lagðist síðan fyr-
ir og breiddi mjúkt flókateppi
yfir sig. Hann var dauðþreytt-
ur; það hafði verið svo mikill
asi á honum, hann hafði lifað
í svo miklum taugaæsingi og
ferðazt svo langa leið síðasta
sólarhringinn, að hann langaði
til að hugsa um hvernig öllu
hafði reitt af. Hann varð djúpt
hugsi, sljóvgaöur af veðurhljóð-
inu, hlýjunni og angan blóm-
anna.
Það hafði verið ákaflega ein-
falt; málinu hafði í rauninni
verið ráðið til lykta með því að
banna honum aðgang að leik-
húsinu og hljómleikasalnum.
Það eina sem hann furðaði sig
á, var hugrekkið, sem hann
hafði sýnt — því að honum var
vel ljóst, að hann hafði alltaf
verið haldinn ótta; ótta, sem
á seinni árum hafði lamað hann
og þjarmað að vöðvunum í lík-
ama hans, líkt og möskvarnir í
lyganetinu, sem hafði vafizt um
hann. Allt til þessa gat hann
ekki minnzt neinnar þeirrar
stundar, þegar hann var ekki
hræddur við eitthvað. Jafnvel
þegar hann var lítill drengur,
var óttinn á næstu grösum —-
bak við hann, fyrir framan hann
eða beggja vegna við hann. Það
hafði ætíð verið eitthvert
skuggalegt horn eða dimmt
skot, sem hann þorði ekki að
gægjast inn í; honum fannst
einhver vera að gefa sér gætur
úr myrkrinu — og hann vissi
ofurvel, að það var ekki allí
fallegt, sem hann ha.fði aðhafzt.
En nú var honum einkenni-
lega létt í skapi, eins og hann
hefði loks ákveðið að taka upp
baráttuna við myrkravöldin fyr-
ir alvöru.
Og þó var ekki nema einn
dagur liðinn síðan hann bar
þrældómsokið á herðum sér.
Hann hafði daginn áður verið
sendur með peninga í bankann
fyrir Denny & Carson, eins og
venjulega — og honum var
sagt, að hann ætti að skilja bók-
ina eftir í bankanum, til þess
að hægt væri að færa viðskipt-
in inn í hana.
Hann hafði tekið um tvö þús-
und dollara í ávísunum og þús-
und dollara í reiðufé út úr bók-
inni og stungið fénu í vasa sinn
í mestu rólegheitum. Síðan hafði
hann skrifað kvittun í bankan-
um fyrir innlegginu. Hann hafði
haft svo góða stjórn á taugum
sínum, að hann gat snúið aftur
til skrifstofunnar, lokið dags-
verkinu og beðið um frí næsta
dag, sem var laugardagur. Hann
hafði gefið mjög sennilega skýr-
ingu á því, hversvegna hann
þyrfti á fríi að halda. Hann
vissi, að bankabókin yrði ekki
send fyrr en á mánudag eða
þriðjudag og að faðir hans yrði
fjarverandi úr borginni næstu
vikuna. Frá því að hann stakk
seðlunum í vasann og þar til
hann steig upp í New York aust-
urlestina, hafði hann ekki hik-
að andartak.