Úrval - 01.08.1956, Side 112
110
ÚRVAL
að hann hefði getað farið skyn-
samlegar að ráði sínu. Hann hef ði
getað farið með skipi til Evrópu
og komizt' þannig undan ofsækj-
endum sínum. En honum hafði
fundizt löndin handan hafsins
allt of fjarlæg og ótrygg; hann
hafði ekki getað beðið; honum
hafði legið svo mikið á. Hefði
hann átt kost á að velja aftur,
myndi hann hafa valið sömu
leið. Hann ieit í kringum sig
með angurblíðu augnaráði. Jú,
það hafði sannarlegaborgaðsig!
Morguninn eftir vaknaði Páll
með verki í höfðinu og fótun-
um. Hann hafði slengt sér á
rúmið án þess að fara úr föt-
unum og hafði sofið með skóna
á fótunum. Limir hans voru
þungir sem blý, og tungan og
kokið skrælþurrt. Hugsun hans
var skýr eins og ávallt þegar
hann var úrvinda af þreytu.
Hann lá með lokuð augu og lét
flaum venileikans fossa yfir sig.
Faðir hans var kominn til
New York. Hann átti ekki
hundrað dollara eftir; og hann
vissi nú, betur en nokkru sinni
fyrr, að peningar voru dýrmæt-
ari en allt annað; þeir voru
veggurinn, sem var á milli þess,
sem hann hataði og hins, sem
hann þráði. Bólan var að
springa. Hann hafði hugsað um
þetta fyrsta sæludaginn í New
York og hann hafði meira að
segja útvegað sér hlut, sem
gerði honum kleift að Ijúka
þessu öllu. Hann lá á snyrtiborð-
inu hans, hann hafði tekið hann
upp kvöldið áður, þegar hann
kom upp frá miðdegisverðinum
— en augu hans þoldu ekki að
horfa á gljáandi málminn og
honum fannst hluturinn yfir-
leitt óhugnanlegur.
Hann stóð upp og fór að ganga
um gólf í herberginu. Öðru
hvoru fannst honum hann vera
að kafna. Það var gamla þung-
lyndið, aðeins miklu verra en
áður; honum fannst allur heim-
urinn vera orðinn að Kordelíu-
götunni. Samt sem áður óttaðist
hann ekki neitt og var algerlega
rólegur; ef til vill var það vegna
þess að hann var búinn að
skyggnast inn í dimma skotið
og vissi hvað leyndist þar. Það
var að vísu ekki fallegt, en þó
ekki eins hryllilegt og hinn lang-
varandi ótti, sem hafði hrjáð
hann. Nú var honum allt ljóst.
Þlann var sannfærður um að
hann hefði tekið rétta stefnu,
að hann hefði lifað lífinu eins
og honum var ætlað, og hann
sat lengi og starði á skamm-
byssuna. En hann hugsaði með
sér, að þetta væri ekki rétta að-
ferðin; í stað þess fór hann út
og fékk sér bíl niður að ferjunni.
Þegar Páll kom til Newark,
fór hann úr lestinni og fékk sér
annan bíl. Hann sagði bílstjór-
anum að aka meðfram Pennsyl-
vaniujárnbrautinni út úr borg-
inni. Þjóðvegirnir voru á kafi
í snjó og það voru stórir skafl-
ar á ökrunum. Þegar Páll var
kominn út á víðavang, borgaði
hann bílinn og hélt för sinni