Saga - 2020, Blaðsíða 9
erla hulda halldórsdóttir
Húsmæður í „biðsal hjónabandsins“
Þær horfa ekki allar í myndavélina, eru enn að tala saman og hlæja
þar sem þær sitja í tröppunum í skeifunni framan við Háskóla
Íslands, þegar ljósmyndarinn smellir af.1 Útkoman verður einstak-
lega falleg og lifandi mynd af kennurum og nemendum Húsmæðra -
kennaraskóla Íslands 1952–1954. Ljósmyndarinn sem fangar augna-
blikið er Vigfús Sigurgeirsson.2
Staðsetningin er engin tilviljun því Húsmæðrakennaraskóli Ís -
lands var starfræktur í Háskólanum, í kjallaranum í norðurálmu
aðalbyggingarinnar 1942–1956.
Eins og kunnugt er var húsmæðrafræðsla í hávegum höfð hér á
landi á fyrri hluta tuttugustu aldar. Húsmæðraskólar voru stofnaðir
um land allt og lög sett um húsmæðrafræðslu, fyrst í sveitum 1938,
svo kaupstöðum 1941 og loks allsherjarlög 1946. Í þeim síðast nefndu
segir að markmið skólanna sé að „veita konum nauðsynlegan
undir búning undir venjuleg heimilisstörf, heimilisstjórn og barna-
uppeldi“ með verklegu og bóklegu námi.3 Auk húsmæðraskólanna
Saga LVIII:2 (2020), bls. 7–12.
F O R S Í Ð U M y N D I N
Erla Hulda Halldórsdóttir, ehh@hi.is
1 Þessi grein er hluti af rannsóknarverkefninu „Í kjölfar kosningaréttar. Félags- og
menningarsöguleg rannsókn á konum sem pólitískum gerendum 1915–2015“
sem styrkt er af Rannís, verkefnisnúmer 174481–051. Verkefnið hefur einnig
verið styrkt af EDDU – öndvegissetri.
2 Í sögu Háskóla Íslands kemur fram að myndin sé eftir Vigfús en hún finnst ekki
í safni hans. Ljósmyndin sem hér birtist er eftirtaka af mynd í einkaeign.
Eiganda hennar eru færðar þakkir fyrir lánið. Sjá: Guðmundur Hálfdanarson,
„Embættismannaskólinn 1911–1961,“ í Aldarsaga Háskóla Íslands 1911–2011
(Reykja vík: Háskólaútgáfan, 2011), 17–282, hér 241.
3 Um þetta efni er meðal annars fjallað í: Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava
Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, Konur
sem kjósa: Aldarsaga (Reykjavík: Sögufélag, 2020), einkum í köflum mínum: „1926
– Kvennasamtök“ og „1956 – „Hvað er þá orðið okkar starf?““; Stjórna rtíðindi
1946 A, 102–106 (lög nr. 49/1946).