Saga - 2020, Blaðsíða 111
Málalok hjá Vilborgu urðu þau að kveðinn var upp skilnaðar-
dómur og Sigurði var gert að greiða sekt upp á einn ríkisdal í ríkis-
kassann og þrjá ríkisdali í málskostnað. Í rökstuðningi sýslumanns
kemur fram að hann álíti að Vilborg sé ekki óhult og örugg fyrir
frekari misþyrmingu af hálfu Sigurðar ef þau halda áfram sambúð.
Í málsskjölum er hvergi vísað í lagaheimildir og þar af leiðandi ekki
hægt að segja til um eftir hvaða lögum var dæmt í málinu.55 Skiln -
aðardómurinn var heldur ekki í samræmi við gildandi lög um
hjóna skilnaði, það er hjónabandsgreinar Friðriks II. sem lögfestar
voru í kjölfar siðaskipta í Danmörku og Noregi árið 1582 og á
Íslandi 1587 og teknar upp óbreyttar í Dönsku og Norsku lög í lok
sautjándu aldar. Samkvæmt þeim voru hór (framhjáhald), fjarvistir
og getuleysi maka leyfilegar skilnaðarástæður. Í greinunum eru ekki
ákvæði um ofbeldi í hjónabandi eða skilnað að borði og sæng.56 Þess
má geta að við samningu hjónabandsgreinanna var stuðst við rit
guðfræðiprófessorsins Niels Hemmingsen, Libellus de conjugio, repu-
dio et divortio, sem gefið var út árið 1572. Í riti þessu, sem Hemming -
sen samdi til leiðbeiningar fyrir presta sem sátu í hjúskapardómstól-
um í dansk-norska ríkinu, nefnir hann ofbeldi sem skilnaðarástæðu.
Í tilvikum þar sem eiginmenn meðhöndla konur sínar „tyrannisk og
grusomt i ord og med slag“ (lat. tyrannic & crudeliter verbis & verberi-
bus) svo þær óttist um líf sitt ráðlagði Hemmingsen aðskilnað hjóna
í þrjú ár ef sættir næðust ekki og í kjölfarið skilnað með dómi.57
Meginhugsun Hemmingsens var að losa konur sem bjuggu við slík-
ar aðstæður undan sambúð við ofbeldisfullan maka. Það á einnig
við um dómarann í máli Vilborgar.
Óvissa um gildandi lög og skortur á lagaákvæðum sem heimilað
gátu skilnað vegna ofbeldis maka hindraði ekki Jón sýslumann í
Ísafjarðarsýslu í að kveða upp úrskurð í máli hjónanna. Í dómnum
var lögum um leyfilegar skilnaðarástæður ekki fylgt eftir en í loka -
minn réttur … 109
55 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Ísafjarðarsýsla GA/1. Dómabók 1805–1817, 41–44.
56 Lovsamling for Island I, 119–124; Kong Christians þess fimta Norsku løg, 3. bók, 8.
kafli, gr. 15–16.
57 Niels Hemmingsen, Vejledning i ægteskabssager 1572, þýð. Richard Mott (Kaup -
mannahöfn: Forlaget Øresund, 1987), 11, 137–139; Absalon Taranger, Norsk
familieret (Oslo: Cammermeyer, 1926), 165–166. Frumritið á latínu, sjá Niels
Hemmingsen, Libellus de conjugio, repudio & divortio, in gratiam fratrum, qui judi-
ces causarum matrimonialum in regnis Dania et Norvegia sunt, conscriptus à Nicolao
Hemmingo D (Leipzig, 1572).