Saga - 2020, Blaðsíða 48
hann eftir ágengu uppgjöri og gagngerri endurskoðun á einstakling-
um, atburðum og stofnunum. Þetta ákall minnir um margt á orð
Agnesar Arnórsdóttur frá 1991 um að kynjasögulegt sjónarhorn
krefði sagnfræðinga um að endurmeta og jafnvel endurskrifa sög-
una. Einn af meginútgangspunktum Sigurðar Gylfa var nýútkomið
yfirlitsrit Helga Skúla Kjartanssonar, Ísland á 20. öld, en þrátt fyrir að
hann fyndi ritinu flest til foráttu voru kynjasöguleg sjónarmið hon-
um ekki ofarlega í huga í þeirri gagnrýni; hann minntist aðeins á
kynjasögu í framhjáhlaupi þrátt fyrir að hafa sex árum fyrr skrifað
um hana sem eina af mögulegum leiðum til að grafa undan veldi
stórsögunnar.35
Aldarspegill Helga Skúla, Ísland á 20. öld, verður seint talinn hafa
mætt kröfum nýrrar aldar um breytt sjónarhorn hvað varðar kvenna-
og kynjasögu.36 Í umfjöllun um bókina sagði Erla Hulda Halldórs -
dóttir að hún væri vannýtt tækifæri til að flétta konur og hlut þeirra
inn í hina hefðbundnu sögu. Kvennabarátta og pólitísk þátttaka
kvenna væri til dæmis flokkuð sem menningarmál frekar en stjórn-
mál sem væri ankannalegt þar sem að tvær árangursríkar hreyfing -
ar kvennaframboða spruttu upp á tuttugustu öld. Þar með væru
konur teknar út fyrir sviga og ekki gerð tilraun til að gaumgæfa hlut
þeirra og áhrif á uppbyggingu margra af grunnstoðum íslensks
nútímasamfélags, svo sem velferðarkerfis, almannatrygginga, heil-
brigðiskerfis og svo framvegis.37
Annað yfirlitsrit sem kom út á aldamótaárinu var rit um sögu
kristni á Íslandi, fjármagnað af Alþingi. Meginþema þess var sam -
búð þjóðar og kirkju í þúsund ár. Í inngangi bókarinnar var sérstak-
lega lagt upp með „að kanna trúarlega menningu kvenna og kirkju-
legt hlutverk þeirra og stöðu“38 og var Inga Huld Hákonardóttir
ráðin sem sérfræðingur og ráðgjafi fyrir þann hluta.39 Síðar í inn-
ganginum bætir ritstjóri verksins, Hjalti Hugason, því aftur á móti
hafdís erla hafsteinsdóttir46
35 Sigurður Gylfi Magnússon, „Kynjasögur á 19. og 20. öld?,“ 137.
36 Helgi Skúli Kjartansson, Ísland á 20. öld (Reykjavík: Sögufélag, 2000).
37 Erla Hulda Halldórsdóttir, „Litið yfir eða litið framhjá? yfirlitsrit og kynja -
saga,“ Saga 42, nr. 1 (2004): 133–138.
38 Hjalti Hugason, „Frumkristni og upphaf kirkju,“ í Kristni á Íslandi I, ritstj.
Sigurbjörn Einarsson o.fl. (Reykjavík: Alþingi, 2000), viii.
39 Inga Huld gaf síðar út afrakstur þeirrar vinnu: Inga Huld Hákonardóttir, ritstj.
Konur og kristsmenn. Þættir úr kristnisögu Íslands (Reykjavík: Há skóla útgáfan,
1996).