Saga - 2020, Blaðsíða 152
einungis hluti íbúanna talaði dönsku. Hinn hlutinn talaði þýsku.
Árið 1848 gerðu íbúar hertogadæmanna uppreisn gegn Dönum,
lýstu yfir sjálfstæði og sömdu nýja stjórnarskrá. Meðal þess sem þar
kom fram var að hertogadæmin yrðu bæði hluti af þýska ríkjasam-
bandinu en það voru Danir ekki ánægðir með. Úr varð stríð sem
lauk þannig að stórveldin Rússland og Bretland blönduðust í deil-
urnar og ákváðu að Danir myndu halda hertogadæmunum. Þjóð -
verjar og þeir íbúar hertogadæmanna sem vildu sameinast þýska
ríkjasambandinu sátu því eftir með sárt ennið og þeir síðarnefndu
þurftu að sætta sig við að heyra enn undir Danmörku. Þetta endaði
að lokum með seinna Slésvíkurstríðinu 1864 þegar Danir misstu
bæði hertogadæmin.8 Þetta virðist Íslendingum hafa þótt skammar-
legt, Danir ættu þessa framkomu ekki skilda frá þegnum sínum.
Fréttir af stríðinu bárust til Íslands, þar á meðal fréttir um pen-
ingasöfnun til hjálpar munaðarlausum börnum og ekkjum danskra
hermanna, hetjanna, sem höfðu fallið.9 Tildrögin voru ákall frá
nefnd um stuðning við særða hermenn og munaðarlaus börn í Dan -
mörku (d. Commissionen til Undestöttelse for Ærgsted og Efterladte) um
pen inga til hjálpar þeim sem komu illa undan stríðinu.10 Nokkrir
„inn búar“ Reykjavíkur vildu leggja sitt af mörkum og kölluðu eftir
að Íslendingar söfnuðu fyrir „bræður“ sína í Danmörku. Þórður
Svein björns son „jústitiarius“ og Ásmundur Johnsen dómkirkju-
prestur voru kosnir til þess að fara fyrir söfnuninni. Þeir sendu frá
sér dreifibréf þar sem þeir óskuðu eftir framlögum eða gjöfum
Íslendinga ásamt því að hvetja embættismenn til þess að standa
fyrir söfnun í öðrum landshlutum.11 Mánuði síðar sendi Bjarni
kristjana vigdís ingvadóttir150
8 Michael Bregnsbro, „Schleswig(-)Holstein 1848: Legitimism, Nationalism,
Constitutionalism and Regionalism in Conflict“, í Schleswig Holstein: Contested
Region(s) Through History, ritstj. Michael Bregnsbo og Kurt Villads Jensen
(Óðinsvé: Syddansk Universitetsforlag, 2016), 177–192, hér 178–179, 182–186.
9 ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands) Vesturamt. B/154. Fylgiskjöl með bréfadagbók VA-J
10, nr. 1141–1370. Málið er í örkum nr. 12–16. Benda má á að bréfasafn Vesturamts
er mjög heillegt en þar er að finna bréf til og frá amtmönnum Vesturamts allt frá
1770–1904. Þar má því finna bréf bæði til og frá öðrum embættismönnum á
Íslandi en einnig er mikið um bréfaskipti við stjórnvöld í Danmörku.
10 ÞÍ. Vesturamt. B/154-15. Nr. 1368 IV. Bréf frá Rosenörn stiftamtmanni 29. maí
1849 þar sem hann þýðir og sendir áfram bréf frá nefndinni um stuðning við
særða hermenn og munaðarlaus börn sem var skrifað 30. apríl 1849. Upp haf -
legt dreifibréf nefndarinnar um söfnunina er að finna í örk 16.
11 ÞÍ. Vesturamt. B/154-12. Dreifibréf Þ. Sveinbjörnssonar og A. Johnsens, 1. júlí 1848.