Saga


Saga - 2020, Blaðsíða 168

Saga - 2020, Blaðsíða 168
Haraldur var afar framsýnn maður og gerði sér snemma grein fyrir því að hann yrði brautryðjandi og að því fylgdi mikil ábyrgð. Hann hélt afar vel utanum handrit sín, bæði leikstjóra- og hlutverkahandrit, ljós- myndir, úrklippur, bækur og hvaðeina sem snerti list hans. Hann vissi sem var að ýmsir hlutir eiga til að týnast í leikhúsunum og sagan segir að hann hafi stundum kippt ýmsu lauslegu heim með sér … ég vildi óska að hann hefði gert meira af þessu. Þá ættum við sennilega ýmis - legt sem nú er glatað. Þarna er í stuttu máli lýst vanda leiklistarsagnfræðingsins. Sjálft listaverkið er horfið, ekki alltaf unnt að treysta leikdómurum og öðrum sem af hend- ingu hafa fjallað um það og heimildir af öðru tagi tilviljanakenndar og einatt erfitt að túlka þær svo vel fari fræðilega. Það hefði verið fengur að því að Jón Viðar vísaði í þessar heimildir þannig að fulljóst væri hvaðan fróðleikurinn væri sóttur, það er ekki fullnægjandi að gera það í meginmál- inu einu. Stjörnur og stórveldi segir frá 11 leikurum í jafnmörgum köflum. Þeir eru ærið misjafnir að lengd og úrvinnslan um hvern og einn leikara að sumu leyti misjöfn sem kemur trúlega til af ofangreindum vanda: Heimildirnar eru mismunandi. Auk þess fer ekki hjá því að grunur læðist að manni að teygt hafi verið á skilmálunum fyrir hagstæðara kynjahlutfall, það má spyrja hvort til dæmis Soffía Guðlaugsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir hafi raun- verulega haft þau áhrif í íslensku leikhúslífi að réttlætanlegt sé að taka þær með í úrval 11 leikara sem eiga að hafa átt þátt í að móta íslenska leiklist um 40 ára skeið, Soffía lést 17 árum áður en tímabilinu lauk. Hún er að vísu borin fyrir einum mikilvægum punkti sem getið er um í einni af fjölmörgum rammagreinum sem birtast á dreif um bókina og það er skorturinn á fag - legri leikstjórn og vöntun á samleik á íslensku leiksviði. Það er í sjálfu sér athyglivert en þetta er niðurstaða Soffíu eftir að hafa farið utan og séð leik- hús á erlendri grund. Leikararnir sem fjallað er um í Stjörnum og stórveldum eru Indriði Waage (72 bls.), Soffía Guðlaugsdóttir (20 bls.), Arndís Björnsdóttir (22 bls.), Brynj - ólfur Jóhannesson (26 bls.), Haraldur Björnsson (38 bls.), Sigrún Magn ús - dóttir (10 bls.), Alfred Andrésson (26 bls.), Lárus Pálsson (68 bls.), Regína Þórðardóttir (28 bls.), Þorsteinn Ö. Stephensen (52 bls.) og loks Valur Gíslason (18 bls.). Hér er innan sviga getið lengdar hvers kafla en án tillits til hversu margar rammagreinar eru í hverjum kafla eða hversu mikið rými ljósmyndir taka. Það er ærið vandaverk að raða þessum 11 leikurum og leikkonum þannig saman að úr verði einhvers konar heildstætt yfirlit um þróun leik- listar á Íslandi á þeim tíma þegar leiklist í landinu var að slíta barnsskónum og verða að fullgildri listgrein með lögheimili í nýbyggðu Þjóðleikhúsi. Þessi hópur er of ósamstæður til að slík þróunarsaga taki sjálfkrafa á sig mynd. ritdómar166
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.