Saga - 2020, Blaðsíða 79
auknum mæli.56 Þá hófst kröftug umræða um aðskilnað ríkis og
kirkju þegar fyrir 1880 og stóð nánast sleitulaust fram yfir 1915 en
stopulla eftir það.57
Þessar hræringar leiddu ekki til aukins kirkjulegs áhuga heldur
virtist flestum sem deyfð og áhugaleysi einkenndi íslensk kirkjumál
um aldamótin 1900. Litu ýmsir svo á að kirkjan væri víða að verða
viðskila við þjóðina. Þetta kom fram í minnkandi kirkjusókn og öðru
losi í guðsþjónustuhaldi auk upplausnar ýmissa trúarlegra siða.58 Þátt -
töku í altarisgöngum hrakaði til að mynda mjög undir lok nítjándu
aldar og að því er virðist mun meira á Norðurlandi en sunnanlands.59
Þessar aðstæður geta skýrt að hefðbundinn graf siður hafi einnig staðið
óvenjuhöllum fæti frammi fyrir breytingum. Í því sambandi má benda
á að kjarnasvæði heimagrafreita á Norðurlandi voru rúmlega 50
heima grafreitir en aðeins 13 í Árnes- og Rangárvallasýslum.60 Því virð -
ist samband á milli fjölda grafreita og víðtækari kirkjulegrar upplausn-
ar. Skýrir þetta meðal annars hve langt sumir voru tilbúnir að ganga
í átökunum um útförina, jafnvel að jarða „utan garðs“ sem síður hefði
verið gert hefðu kirkjulegar hefðir búið að meiri mótstöðukrafti.
Þrýstingur frá bændum
Einurð ýmissa bænda í viðleitni sinni til að fá að taka upp heima-
gröft kom vel fram er Jóhann Frímann Sigvaldason hreppstjóri í
Mjóadal í Bólstaðarhlíðarsókn brá 1887 á það ráð að jarða son sinn í
að því er hann taldi fornum en löngu aflögðum kirkjugarði þar
heima.61 Frá Mjóadal var um langan og oft torfarinn veg að fara til
átökin um útförina 77
56 Björk Ingimundardóttir, Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi I (Reykjavík:
Þjóðskjalasafn Íslands, 2019), 42–45; Hjalti Hugason, „„… úti á þekju þjóðlífs -
ins“, 109–110.
57 Vef. Hjalti Hugason, „Aðskilnaður ríkis og kirkju: Upphaf almennrar umræðu
1878–1915. Fyrri grein,“ Ritröð Guðfræðistofnunar 47 (2018), sótt 3. apríl 2020;
Vef. Hjalti Hugason, „Aðskilnaður ríkis og kirkju: Upphaf almennrar umræðu
1878–1915. Síðari grein,“ Ritröð Guðfræðistofnunar 48 (2019), sótt 3. apríl 2020.
58 Hjalti Hugason, „„… úti á þekju þjóðlífsins,“ 97–120.
59 Sama heimild, 103–104, 111.
60 Stefán Ólafsson, „Heimagrafreitir á Íslandi,“ 164 (tafla).
61 ÞÍ. Íslenska stjórnardeildin. XVIII.1. Islands Journal 18, nr. 33. Jóhann Sigvalda -
son til konungs 26. september 1891. Guðshúsið í Mjóadal var aflagt löngu fyrir
1700 en þá sáust tóftir sem taldar voru af því. Björk Ingimundar dóttir, Presta köll,
sóknir og prófastsdæmi á Íslandi II (Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands, 2019), 316.