Saga - 2020, Blaðsíða 99
stefndi Jörundi til að mæta ásamt Steinunni fyrir sáttanefnd Reykja -
víkurkaupstaðar.2 Í skýrslu stiftamtmanns um sáttaumleitun milli
hjónanna kemur fram að Jörundur hafi „ýtt kappi og illindum“ og
neitað ásökunum konu sinnar. Sættir tókust ekki en samkvæmt stift-
amtmanni gátu þau vænst þess að fá skilnað að borði og sæng.3
Steinunn fór ekki þá leið. Hún bjó með Jörundi til ársins 1807 er þau
hættu sambúð. Hjónabandið var barnlaust en Steinunn átti heldur
engin börn með fyrri eiginmanni sínum. Jörundur lést úr holdsveiki
árið 1810.4 Hver sá réttur var sem Steinunn taldi sig eiga tilkall til
vegna illrar meðferðar eiginmanns síns kom hvergi fram í gögnum
málsins. Mögulegur réttur kvenna fyrr á tíð til að að sækja menn
sína til saka vegna ofbeldis og sá lagalegi grunnur sem hann byggði
á er meginviðfangsefni þessarar greinar.
Heimilisofbeldi hefur verið áberandi í fjölmiðlum og samfélags-
umræðu undanfarin misseri.5 Sögulega séð er hins vegar stutt síðan
þagnarmúrinn um heimilisofbeldi var rofinn. Hið dulda ofbeldi inn-
minn réttur … 97
2 ÞÍ. Skjalasafn stiftamtmanns III/766. Bréf ritað af Ólafi Stefánssyni. Viðey 14.
júní 1802. Samkvæmt tilskipun um stofnun sáttanefnda frá árinu 1797 mátti ekki
stofna til einkamála fyrir dómstólum nema að áður hefði farið fram sáttaumleit-
un fyrir sáttanefnd. Sjá nánar Vilhelm Vilhelmsson, „Inngangur: Sáttanefndar -
bækur sem sagnfræðileg heimild,“ í Sakir útkljáðar: Sáttabók Miðfjarðarumdæmis
í Húnavatnssýslu 1799–1865, útg. Vilhelm Vilhelmsson, Sýnisbók íslenskrar
alþýðumenningar 21 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2017), 11–12, 19–22; Lovsam -
ling for Island I–XXI, ritstj. Oddgeir Stephensen, Jón Sigurðs son, Hilmar Stephen -
sen og Ólafur Halldórsson (Kaupmannahöfn: Höst, 1853–1889), hér VI, 209–221,
224, 262–272, 339–340.
3 ÞÍ. Skjalasafn stiftamtmanns III/766. Sáttarnefndarbók Gullbringu–Kjósarsýslu
og Reykjavík 1799–1813, 15. Stiftamtmaður hafði samkvæmt tilskipun frá árinu
1800 heimild til að gefa út leyfi til skilnaðar að borði og sæng að undangenginni
sáttaumleitun með hjónum. Sbr. Lovsamling for Island VI, 434–437.
4 ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing/Dómkirkjan í Reykjavík BC/3. Sóknar mann -
tal 1784–1804; BC/4. Sóknarmanntal 1805–1824; BA/5 Prestþjónustubók 1797–
1816.
5 „Fleiri konur flýja ofbeldi á heimilum,“ Fréttablaðið 26. maí 2007, 1; Eygló
Harðar dóttir, „Heimilisofbeldi er þjóðfélagsmein,“ Fréttablaðið 9. maí 2013, 18;
Sigþrúður Guðmundsdóttir, „Tæpur þriðjungur fer aftur heim til ofbeldis-
mannsins,“ Fréttablaðið 26. febrúar 2014, 4; „Mál tengd ofbeldi á heimilum þre-
faldast,“ Fréttablaðið 10. júlí 2014, 6; „Tryggja þurfi eftirfylgni í heimilisofbeldis-
málum,“ Fréttablaðið 27. febrúar 2015, 6; „Beint af fæðingardeildinni í húsnæði
Kvennaathvarfsins,“ Fréttablaðið 4. janúar 2017; 4; „Heimilisofbeldi er oft falið,“
Fréttablaðið 11. febrúar 2019, 8.