Saga - 2020, Blaðsíða 42
kvenna- og kynjasögu á Íslandi er líklega sú að þær voru um garð
gengnar þegar kynjasaga fór að ryðja sér til rúms á Íslandi og þá var
því lítill grundvöllur fyrir slíkum rökræðum hér á landi.
Annar Íslandsvinur, Judith Bennett sem var einn af heiðursgest -
um Norræna kvenna- og kynjasöguþingsins sem haldið var á Ís -
landi 2008, gerði skilin milli pólitíkur og femínískrar sagnfræði að
umtalsefni í viðtali við Sögu. Bennett taldi þessi skil oft óljós og benti
á að tengsl við pólitík og jafnréttisbaráttu væru notuð til að gengis-
fella og smætta rannsóknir. Enn fremur hvatti hún sagnfræðinga til
að horfast í augu við að slíkar árásir væru andfemínískar þar sem
hin fróma hugmynd um hinn hlutlausa sagnfræðing, sem horfir fjar-
lægur í átt til fortíðar og segir frá hlutunum eins og þeir raunveru-
lega voru, væri löngu úrelt tálsýn.15
Fyrstu skipin ná landi
Það er líklega á engan hallað þótt bent sé á miðaldasagnfræðinginn
Agnesi S. Arnórsdóttur sem frumkvöðul í notkun kynjasögulegra
kenninga á Íslandi. Í greininni „Frá kvennasögu til kerfisbundinna
rannsókna“ sem birtist í Nýrri sögu árið 1991, fimm árum eftir að
Scott skrifaði um kyngervi sem greiningartæki, útlistaði hún hvernig
sjónarhorn kynjasögunnar krefði sagnfræðinga um að endurmeta
nær öll söguleg hugtök og endurskrifa söguna, þar sem hefðbundin
söguritun væri byggð á karlkyns viðmiðum þó svo að hún hefði
verið talin saga allra.16 Í greininni tók Agnes dæmi úr íslenskum
miðaldabókmenntum og síðar gaf hún út fyrstu bókina þar sem
aðferðum kynjasögunnar var beitt við að greina íslensk viðfangs -
efni, Konur og vígamenn. Þar fjallaði hún um stöðu kynjanna á tólftu
og þrettándu öld og hlutverk kvenna í átökum og pólitískri baráttu
á seinni hluta þjóðveldisaldar.17 Annar miðaldasagnfræðingur,
hafdís erla hafsteinsdóttir40
15 Erla Hulda Halldórsdóttir, „Sagnfræðin, femínisminn og feðraveldið. Erla
Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur ræðir við Judith M. Bennett, prófessor í
sagnfræði við University of Southern California“. Saga 47, nr. 2 (2009): 39–54,
hér 44–45.
16 Agnes S. Arnórsdóttir, „Frá kvennasögu til kerfisbundinna rannsókna,“ Ný
saga 5, nr. 1 (1991): 33–39, hér 36.
17 Agnes S. Arnórsdóttir, Konur og vígamenn. Staða kynjanna á Íslandi á 12. og 13.
öld, Sagnfræðirannsóknir/Studia Historica 12 (Reykjavík: Sagnfræði stofnun
Háskóla Íslands, 1995), 9.