Saga - 2020, Blaðsíða 172
LANDNÁM ÍSLANDS. ÚR FyRIRLESTRARÖÐ MIÐALDASTOFU
HÁSKÓLA ÍSLANDS 2014‒2015. Ritstj. Haraldur Bernharðsson. Mið -
aldastofa Háskóla Íslands. Reykjavík 2019. 354 bls.
Miðaldastofa Háskóla Íslands hefur, undir styrkri stjórn Haraldar Bern -
harðs sonar, á undanförnum árum staðið fyrir þróttmiklu fyrirlestrahaldi
sem er fyrir löngu orðið að föstum punkti í dagskrá allra þeirra sem hafa
áhuga á miðöldum og íslenskum fræðum. Þessir fyrirlestrar hafa verið
geysivel sóttir, oft þannig að legið hefur við örtröð, og þeir hafa vakið
athygli langt út fyrir háskólasamfélagið. Á dagskrá eru jafnan stakir fyrir-
lestrar en líka hafa verið skipulagðar fyrirlestraraðir um afmörkuð efni og
er bókin Landnám Íslands afrakstur einnar slíkrar. Í fyrirlestraröðinni um
landnámið sem fram fór veturinn 2014‒2015 voru flutt 28 erindi og birtist
sléttur helmingur þeirra á þessari bók.
Rannsóknir á landnámi Íslands hafa til skamms tíma skipst í tvær grein -
ar sem ekki hafa alltaf viljað mjög mikið af hvor annarri vita. Lengi vel, á nítj-
ándu öld og fram eftir þeirri tuttugustu, var talið að Landnámabók væri svo
traust og greinargóð heimild að ekki þyrfti að leita annað til að skilja hvers
vegna og hvernig landnámið átti sér stað. Á síðustu hálfu öld eða svo hefur
tvennt gerst: Annars vegar hefur trú fræðimanna á gildi Landnáma bókar sem
heimildar um sjálft landnámið dvínað, ef ekki gufað upp með öllu, og hins
vegar hefur geysimiklum fornleifa- og fornvistfræðigögnum verið safnað sem
varða bæði landnámið sjálft og líf fyrstu kynslóða Íslend inga á níundu og
tíundu öld. Um þetta síðara efni er litla fræðslu að fá í þessari bók. Einu und-
antekningarnar eru greinar Gunnars Karlssonar, sem víkur talsvert að forn-
leifum í yfirliti sínu um sögu landnámsrannsókna, og Árna Einarssonar sem
skrifar um garðakerfið mikla á Norðausturlandi sem hann hefur unnið ötul-
lega við að kortleggja undanfarin ár. Það vill raunar þannig til að frá því að
þeir fluttu fyrirlestra sína hafa þeir báðir gefið út miklu umfangsmeiri rit um
sömu efni en bók Gunnars, Landnám Íslands, kom út 2016 og bók Árna, Tíminn
sefur. Fornaldargarðarnir miklu á Íslandi, kom út 2019. Að öðru leyti er greina-
safnið að stærstum hluta helgað mið alda frásögnum um landnámið, einkum
og sér í lagi Landnámabók. Tvær greinar lenda þó á milli í þessari flokkun,
annars vegar grein Þorsteins Vilhjálms sonar um skip og siglingar og hins
vegar grein Kristjáns Árnasonar um íslenska tungu og landnám hennar.
Ásamt inngangsgrein Gunnars eru þessar tvær greinar sýnilega hugsaðar sem
stöðumat, yfirlit sérfræðinga um stöðu þekkingar og rannsókna á sínu sér -
sviði, og þær hefðu sómt sér vel í riti á borð við greinasafnið Um landnám á
Íslandi sem kom út 1998 í ritstjórn Guðrúnar Ásu Grímsdóttur. Þar var því
greinilega stillt þannig til að fengnir voru sérfræðingar sem hver og einn gerði
grein fyrir sínu sviði, fremur en endilega eigin kenningum, og þannig var
reynt að bregða upp heildarmynd af stöðu þekkingar um landnámið. Þar var
ritdómar170