Saga - 2020, Blaðsíða 179
skrifar Sigríður Kristín vel meðvituð um klemmuna sem hún er í við ævi-
söguritunina (81, líka 376).
Bókin er sett upp í tvo hluta. Sá fyrri gerist frá 1918–1948 og sá síðari í
Mývatnssveit frá 1949. Fyrri hlutinn byrjar á korti af Vestfjörðum og
skömmu síðar fylgir yfirlit yfir fjölskyldu Jakobínu. Síðari hlutinn er ögn
lengri en sá fyrri og þar í upphafi má finna yfirlit yfir ætt Þorgríms Starra
(161). Bæði yfirlitin eru án fæðingar- og dánarára sem er miður. Það hefði
gefið góðan heildarbrag að bæta við korti af Mývatnssveit í upphafi annars
hluta. Bókin er í tímaröð og skiptist í um það bil 75 ónúmeraða og stutta
kafla. Kaflaheitin eru lýsandi og oft óformleg. Ljóð Jakobínu eru víða í bók-
inni, stundum í sérstökum ramma rétt eins og ættaryfirlitin en einnig sam-
felld í textanum þegar verið er að fjalla um þau. Stundum gerist það að
ljóðin eru á skökkum stað (t.d. 123) eða óvíst af hverju þau eru sett fram (t.d.
131) og þá vaknar þrá lesandans að vita meira um ljóðin (sér í lagi 258). Góð
viðbót við verkið hefði verið að hafa lista yfir ljóðin sem eru birt. Margar
ljósmyndir prýða bókina, líklega flestar úr einkasafni höfundar en áhuga -
vert hefði verið að fá ljósmyndaskrá. Eins verð ég að hnýta í undarlega villu
í uppsetningu þar sem titlar eru sjaldnast skáletraðir en þó stundum, jafnvel
á víxl á sömu blaðsíðu (295). Þá eru heimilda- og tilvísunarskrár til staðar
en tæplega þúsund tilvísanir eru í verkinu þótt yfirlýstur tilgangur bókar-
innar sé ekki að vera fræðibók (18).
Sagan einblínir að mestu á hið persónulega og veitir mikla innsýn í þrár
og langanir Jakobínu sem gjarnan er lýst í hennar eigin orðum eða orðum
móður hennar í bréfum þeirra. Stefið um menntaþrá Jakobínu sem lítið
verður úr er endurtekið víða (41, 63, 119, 129–130) en töluvert er um endur-
tekningar í bókinni. Þá eru athyglisverðar lýsingar Jakobínu á leit að næði
til að skrifa, til dæmis hér í texta sem virðist tímalaus: „… stelpurnar eru
óþægar, Sigrún er alltaf uppi á öllu og meðan ég skrifa þetta getur Níní ekki
unað sér við nema að greiða mér og Sigrún kemur með stól og fer upp á
hann og við hliðina á mér til að geta hangið í mér líka“ (274), en í þessum
aðstæðum barnauppeldis og heimilisreksturs gefur hún út hverja bókina á
fætur annarri. Aðrir þættir eru mun þyngri og alvarlegri, sér í lagi heimilis-
ofbeldi Björgvins tengdaföður Jakobínu gagnvart henni en því lýsir Sigríður
Kristín víða og gefa bréf Jakobínu til móður sinnar innsýn í aðstæður (t.d.
262). Ótrúlegt ástand virðist hafa ríkt á heimilinu í Garði og erfitt að átta sig
á því hvað gekk á. Það hlýtur að vera ýmislegt sem er ósagt eða óvitað í
þeim efnum. Þá er rétt snert á öðrum erfiðum málum sem skilur einnig eftir
sig spurningar, til dæmis fósturmissi (262) og svo drykkju bæði Starra og
Jakobínu: „Hún á til að loka sig af og drekka áfengi, ein með tónlist á fónin-
um“ (378, líka 191). Öðrum þáttum eins og heilsuleysi, þunglyndi, fátækt og
einangrun (327, 125, 128) er tæpt á af og til.
Bókin Jakobína — saga skálds og konu er bók um dóttur í leit að skilningi
á fortíð sinni og fjölskyldu. Leit hennar að fortíðinni verður leit hennar að
ritdómar 177