Saga - 2020, Blaðsíða 13
háskólanáms.10 Þvert á móti þótti meira við hæfi að þær stunduðu
nám í fögum sem hæfðu „kvenlegu eðli“ svo sem kennslu eða ljós -
móður- og hjúkrunarstörfum.11 Andrúmsloftið virðist því ekki hafa
verið sérlega hvetjandi fyrir konur sem vildu annars konar menntun
enda átti heimilið að vera aðalvettvangur kvenna á þess um tíma.
„Launuð atvinna eftir giftingu var talin brotalöm á þeirri ímynd“
skrifar Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur.12
Um það leyti sem myndin var tekin á tröppum Háskólans var
mikil umræða innan kvennahreyfingarinnar, bæði hér á landi og á
alþjóðavísu, um samfélagslega stöðu húsmæðra. Voru þær fullgildir
borgarar eða ekki? Hver voru réttindi þeirra og skyldur? Hvernig
iðkuðu þær borgaraleg réttindi sín? Giftar konur voru í ýmsum efn-
um háðar eiginmönnum sínum. Svo seint sem 1960 voru allar konur
í sambúð, bæði giftar og ógiftar, skráðar sem „framfærðar“.13 Kon -
um sveið þetta og mótmæltu því að þær væru skráðar „á framfæri
eiginmannsins“ og taldar til „ómálga barna“.14
Þær vildu geta notað krafta sína „sem frjálsir og óháðir samfélags -
þegnar og í senn eiginkonur, húsmæður og mæður“ eins og Dýrleif
húsmæður í „biðsal hjónabandsins“ 11
10 Guðmundur Hálfdanarson, „Embættismannaskólinn 1911–1961,“ einkum 241–
247.
11 Anna Ólafsdóttir Björnsson, „Af konum og menntun á 20. öld,“ í Kvennaslóðir:
Rit til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi, ritstj. Anna Agnarsdóttir o.fl.
(Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands, 2001), 275–286; Katrín Thoroddsen,
„Áróður og ofnæmi“, Melkorka 1, nr. 1 (1944), 14–15. Um erlent samhengi sjá
t.d. Ann Taylor Allen, Women in Twentieth Century Europe (Basingstoke:
Palgrave Macmillan, 2008), 88–89.
12 Sigríður Th. Erlendsdóttir, Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld
(Reykjavík: Félag áhugamanna um réttarsögu, 1987), 3. Einnig Vigdís Finn -
bogadóttir, „Hún ætlaði alltaf að verða sagnfræðingur,“ í Kvennaslóðir: Rit til
heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi, ritstj. Anna Agnarsdóttir o.fl.
(Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands, 2001), 21–30, hér 28.
13 Hagskinna: Sögulegar hagtölur um Ísland, ritstj. Guðmundur Jónsson og Magnús
S. Magnússon (Reykjavík: Hagstofa Íslands, 1997), 202; Guðmundur Jónsson,
„Hvers kyns velferðarkerfi? Ísland í spegli hinna kvenvænu velferðarkerfa á
Norðurlöndum,” í Kynjafræði – kortlagningar. Fléttur II (Reykjavík: Rann sókna -
stofa í kvenna og kynjafræðum, 2004), 191–214.
14 „Á framfæri eiginmannsins,“ Nýtt kvennablað 15, nr. 3 (1954), 1. Þar er nefndur
útvarpsþáttur í umsjón Önnu Guðmundsdóttur, „Fjárhagsleg aðstaða konunn-
ar,“ sbr. Lbs. – Hbs. Arnheiður Steinþórsdóttir, „Þegar konur lögðu undir sig
útvarpið: Dagskrá Kvenfélagasambands Íslands og Kvenréttindafélags Íslands
í Ríkisútvarpinu 1945–1954.“ BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 2019,
69 (viðauki).