Saga - 2020, Blaðsíða 106
fjallar um Kristjönu Gunnarsdóttur amtmannsfrú og ónafngreinda
sýslumannsfrú sem árið 1868 voru hvattar af ættingjum til að skilja
við menn sína. Sú fyrrnefnda vegna ofbeldis af hálfu manns síns en
hin vegna drykkjusemi makans. Báðar kusu að standa við hlið manna
sinna og þrauka áfram í hjónasambúðinni. Erla telur að ómyndug-
leiki kvenna í hjónabandi, hefð og viðhorf samfélagsins hafi oft
vegið þyngra en niðurlæging og óhamingja í hjónabandi.35
Sögu heimilisofbeldis hefur lítið verið sinnt á Norðurlöndunum
en það er í rauninni ekki fyrr en á síðustu tveimur áratugum að
heimilisofbeldi hefur orðið að rannsóknarefni sagnfræðinga. Norski
sagnfræðingurinn Ferdinand Linthoe Næshagen hefur kannað hirt-
ingarrétt karla gagnvart eiginkonum sínum í norskum miðaldalög-
um og Norsku lögum Kristjáns V. frá lokum sautjándu aldar. Að
mati Næshagens voru ákvæði miðaldalaga um mögulegan hirting-
arrétt eiginmanna ekki sérlega skýr eða afdráttarlaus. Það eigi
einnig við um Norsku lög sem fela í sér óræð hugtök og kynbundna
mismunun í ákvæðum er lúta að refsiverðri háttsemi gegn maka.36
Danski sagnfræðingurinn Asbjørn Romvig Thomsen tekur í sama
streng. Að hans mati er í Dönsku og Norsku lögum Kristjáns V. ekki
nægilega skýrt kveðið á um hvers konar ofbeldi og háttsemi gagn-
vart maka taldist saknæmt athæfi. Með rannsókn á sáttanefnda- og
dómabókum úr þremur sóknum á norðurhluta Jótlands á árabilinu
1750–1850 komst Thomsen að því að meðal kærumála var ekkert
mál er snerti ofbeldi karla gegn eiginkonum. Líkleg skýring á fjar-
veru heimilisofbeldismála í réttarkerfinu telur hann vera ríkjandi
hugmyndir samtímans um fyrirmyndarhúsbóndann sem með höndlar
heimilisfólk sitt með virðingu, réttlæti og umhyggju en misnotar
ekki vald sitt. Ofbeldi gegn eiginkonum sæmdi ekki góðum og virt-
um húsbónda. Afskipti nærsamfélagsins, nágranna og ættingja hafi
verndað konur gegn óréttmætu, óásættanlegu ofbeldi af hálfu eigin -
manna.37
brynja björnsdóttir104
35 Erla Hulda Halldórsdóttir, „Hver veit nema þessar gömlu …,“ 43–46.
36 Ferdinand Linthoe Næshagen, „Private law enforcement in Norwegian his -
tory: The husband‘s right to chastise his wife,“ Scandinavian Journal of History
27 (2002): 19–29.
37 Asbjørn Romvig Thomsen, „Marital violence in a Danish rural society, 1750–
1850,“ í Cultural Histories of Crime in Denmark 1500 to 2000, ritstj. Tyghe Krogh,
Louise Nyholm Kallestrup og Claus Bundgård Christensen (London og New
york: Routledge, 2019), 145–162.