Saga - 2020, Blaðsíða 38
fræða fólks til að öðlast virðingu og frama innan háskólasam fél ags -
ins og „tilraun til að breiða yfir pólitísk markmið kvennasög unn ar“.1
Röksemdafærslan að baki þeirri staðhæfingu var sú að kynjasaga
hefði orðið til sem svar við þeirri gagnrýni á kvennasöguna að hún
hefði gengið sér til húðar sökum einsleitni. Það gætti jafnvel nokk urs
háðs þegar Margrét tók fram að þrátt fyrir þessa viðleitni hefðu flest
þau sem nálguðust efni sitt undir merkjum kynjasögunnar engu að
síður fyrst og fremst rannsakað konur.2 Því mátti lesa úr orðum
hennar að hún teldi kynjasöguna vera tilraun til að endurnefna
kvennasöguna í annarlegum tilgangi og jafnvel skref í átt að kvenna-
pólitísku bakslagi þar sem undirtónn kynjasögunnar væri sá að kon-
ur einar og sér væru ekki nægilega verðugt viðfang rannsókna og
þar með væri verið að snúa baki við kvennasögu í nafni jafnréttis.
Hér á eftir verða þessar vangaveltur Margrétar teknar til nánari
skoðunar en þær bera sterkan keim af umræðum sem fóru fram í
mörgum öðrum löndum um togstreituna milli kvenna- og kynja-
sögu.3 Ekki er lagt upp með að skrifa greinargerð um allar þær
rannsóknir sem gerðar hafa verið á Íslandi undir formerkjum kynja-
sögunnar eða að reifa helstu kenningar innan kynjasögu heldur
verður drepið niður fæti á völdum stöðum og nokkur efni tekin til
nánari skoðunar.4 Fyrir utan kafla í doktorsritgerðum um stöðu
hafdís erla hafsteinsdóttir36
1 Margrét Guðmundsdóttir, „Landnám kvennasögunnar á Íslandi,“ Saga 38 (2000):
229–247, hér 242. Sjá einnig dóm Ólafs Rastrick um Sögu 2000 í Morgun blaðinu
2. júlí 2000, 23. Grein þessi er styrkt af Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræði-
manna. Ritstjórum Sögu eru færðar sérstakar þakkir fyrir góð ráð og ábendingar.
2 Margrét Guðmundsdóttir, „Landnám kvennasögunnar á Íslandi,“ 241–242.
3 Sjá til dæmis: Gisela Bock, „Women’s History and Gender History: Aspects of
an International Debate,“ Gender & History 1 (1989): 7‒30; Cliona Murphy,
„Women’s History, Feminist History or Gender History?“ The Irish Review 12
(1992): 21‒26; Sonya O. Rose, What is Gender History? (Cambridge og Malden:
Polity Press, 2010), 1–16; Birgitte Søland og Mary Jo Maynes, „The Past and
Present of European Women’s and Gender History: A Transatlantic Convers -
ation,“ Journal of Women’s History 25, nr. 4 (2013): 288‒308.
4 Fyrir fræðilega umfjöllun um kynjasögu á Íslandi sjá til dæmis: Erla Hulda
Halldórsdóttir, „Gendering Icelandic Historiography,“ Revue d’histoire Nordique.
Nordic Historical Review 20 (2015): 183–207; Þorgerður H. Þor valds dóttir, „„Gender“
sem greiningartæki í sögu,“ í Íslenska sögu þingið 28.–31. maí 1997. Ráðstefnurit
II, ritstj. Guðmundur J. Guð munds son og Eiríkur K. Björnsson (Reykjavík:
Sagnfræðistofnun Háskóla Ís lands, 1997), 252–258; Sigríður Matthíasdóttir,
„Kynferði og þjóðerni,“ í Íslenska sögu þingið 28.–31. maí 1997. Ráðstefnurit II,
ritstj. Guðmundur J. Guð mundsson og Eiríkur K. Björnsson (Reykjavík: Sagn -
fræðistofnun Háskóla Íslands, 1998), 259–263; Sigríður Matthíasdóttir, „Aðferðir