Saga


Saga - 2020, Blaðsíða 169

Saga - 2020, Blaðsíða 169
Sumir þessara leikara eins og Indriði, Haraldur, Lárus og Þorsteinn komu beinlínis að þar sem ákvarðanir um leikhúsmál voru teknar. Aðrir eins og Soffía, Arndís, Brynjólfur, Sigrún, Alfred, Regína og Valur komu sjaldan ef þá nokkurn tíma að ákvörðunum um leikhúsmál, varla um hlutverkaval, hvað þá meira. Fjórmenningarnir fyrstnefndu urðu ekki einasta mikilvirkir leikarar heldur urðu þeir leikstjórar og Þorsteinn meira að segja leiklistar- stjóri Útvarps og hafði vitaskuld sem slíkur mikil áhrif á þróun leiklistar í þeim öfluga miðli. Niðurstaða lesandans hlýtur að verða að hér megi lesa fróðlega og feikivel skrifaða æviþætti þeirra leikara og leikkvenna sem um ræðir en heildarmynd yfir tímabilið sé ekki í boði nema þar sem lesandi sjálfur geti púslað því saman. Hér hefði mátt hugsa sér að útgáfan hefði fengið til liðs ritstjóra sem hefði haft einhvers konar yfirumsjón yfir fram- reiðslunni og jafnvel farið þess á leit við höfundinn að taka slíka heildar- mynd saman í sérstökum lokakafla. Leikararnir fá ærið misjafnt rými sem gefur bókinni sem heild fremur ójafnan svip. Sá svipur verður enn ójafnari vegna rammagreinanna sem á var minnst. Þeim er dreift óskipulega um meginlesmálið, eru ósamstæðar innbyrðis og á köflum í litlum tengslum við megintextann. Þessi fróðleikur í rammagreinunum rúmast ekki í hinu almenna lesmáli af einhverjum ástæðum og spurning er hvort ekki hefði hreinlega mátt sleppa sumum þeirra eða koma efni þeirra fyrir í meginmálinu. Það hefði örugglega gefið bókinni heillegri svip. Önnur lausn hefði hugsanlega verið að nálgast umbrot og útlit út frá öðru sjónarhorni en gert er. Rammagreinarnar eru mislangar og fjalla um mismunandi efni: stundum um aðra leikara (sem ekki fá eigin kafla eins og til dæmis Friðfinnur Guðjónsson, Gunnþórunn Halldórsdóttir, Anna Borg og Gestur Pálsson), stundum hafa þær að geyma gamansögur úr leikhúslífinu („brandaramælir“ Indriða), stundum eru þær fróðleikur (til dæmis um útvarpsleikhúsið). Það hefði einnig farið betur á að samræma útlit og fyrirsagnir á þeim og jafnvel gefa þeim mismunandi útlit eftir innihaldsflokkum. Þetta eru vissulega vangaveltur en hjá því verður ekki horft að uppsetning og frágangur rammagreinanna er truflandi. Víða í textanum leynast fróðleikskorn sem segja sitt um það umhverfi sem leiklistin lifði og hrærðist í. Til dæmis er frásögnin af því hvernig Guðlaugur Rósinkranz rataði í stól þjóðleikhússtjóra hláleg og um leið skelfilegur vitnisburður um stefnuleysi, vankunnáttu og vangetu yfirvalda að hlúa að listum í landinu sem bæri. En sú saga er sett fram sem anekdóta án vísana í heimildir sem óneitanlega rýrir gildi hennar. Það verður annarra að leita sannleikans í því máli. Og fyrst minnst er á Guðlaug: Jón Viðar nefnir eðlilega Guðlaug og hans hlut í lífi og starfi þeirra leikara sem sagt er frá og sem störfuðu við Þjóð - leikhúsið fyrstu árin. Guðlaugur er nefndur um það bil 20 sinnum sam- kvæmt nafnaskrá. Við lauslega athugun er minnst á hann tvisvar sinnum með jákvæðum formerkjum en hin skiptin greinast í tvennt: í um það bil tíu ritdómar 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.