Saga - 2020, Blaðsíða 178
fram að hún vildi ekki láta skrifa um sig. Lausn höfundar við þeim vanda
er að eiga í skálduðum samtölum við móður sína, og stundum föður, um
framgang bókarinnar. Hún lofar móður sinni að vera „eins nærgætin og
mögulegt er með söguna þína og fólkið þitt, mamma mín“ (17) og lofar svo
lesandanum að vera heiðarleg, „næstum sko, best að hafa fyrirvara“ (18).
Þessir kaflar virka mjög vel til að sýna fram á að ævisögur byggjast alltaf á
sjónarhorni höfundar sem og þeim heimildum sem eru í boði og eru lýsandi
fyrir glímu ævisöguritara, hvort sem viðfangsefni þeirra er jafn náið þeim
og í þessari bók eða ekki.
Önnur lausn Sigríðar Kristínar á vandmeðfarinni nálægð við viðfangs-
efnið er að setja sér reglur um hvernig hún ávarpar móður sína. Stundum
ávarpar hún hana sem slíka en stundum vísar hún til hennar með nafni eða
gælunafni (Jakobína/Bína). Þessar reglur brýtur hún hins vegar strax og svo
ítrekað í gegnum bókina (t.d. 66). Það sama á við um aðra fjölskyldumeðlimi
sem og hana sjálfa sem hún skrifar á víxl um í fyrstu eða þriðju persónu (ég
/ Sigga Stína, Kári / bróðir minn o.s.frv.). Tilgangur höfundar er að setja sig
í ákveðna fjarlægð frá viðfangsefninu og sýna annars vegar hvenær frum-
heimildirnar tala og hins vegar hvenær höfundur stígur sjálf fram og bland -
ar sér í textann en þessi aðgreining mistekst og úr verður ruglingsleg blanda.
Það er heiðarlegt af höfundi að staðsetja sig svo framarlega í sögunni strax
í upphafi en ég tel að það hefði verið betra ef hún hefði leyft sér að dvelja
alfarið í fyrstu persónu þar sem sú nálgun verður í raun ofan á. Það að reyna
að setja upp fjarlægari sagnfræðilegan hatt gerir frásögnina ruglingslegri en
hún þarf að vera. Hin lausnin hefði verið að segja söguna alfarið í þriðju
persónu fyrir utan skálduðu samtalskaflana sem gefa innsýn í vandann við
ritun bókarinnar.
Tungumálið í bókinni er yfir það heila hispurslaust og líkist helst tal -
máli. Innskot höfundar frá sjónarhóli nútímans eru áberandi og oft bætir
hún eigin skoðunum við frásögnina, til dæmis þegar hún blótar bóndanum
sem tók illa á móti Jakobínu þar sem hún var ráðin sem kaupakona árið
1933 (51) eða talar um óbeit sína á tóbaksreykingum (372). Innskotin eru
stundum innan sviga í textanum, til dæmis þegar hún þakkar móður sinni
fyrir eitthvað fallegt sem hún skrifaði um hana í bréfi einu sinni („Takk
mamma!“ (301)), en yfirleitt ekki. Sjónarhorn og staða höfundar er allsráð -
andi í gegnum bókina. Óneitanlega gerir nálægð höfundar frásögnina að -
gengilega og lifandi þótt viðfangsefnið sé erfitt og persónulegt og textinn
eigi það til að vera óskýr. Þá hjálpar ekki hvað fjallað er um margar per -
sónur í bókinni því oft skipta þær ekki miklu fyrir framgang sögunnar.
Vissulega getur verið áhugavert fyrir einhverja að hafa þessar aukaupp -
lýsingar en fyrir vikið er oft erfitt að halda þræði og muna hverjir voru
hvað. Úr þessari tilraun höfundar verður áhugaverð og frumleg blanda
sjálfsævisögu, minningabókar og næstum hefðbundinnar sagnfræðilegrar
ævisögu. „Ég vil að þú fáir rödd í sögunni minni, eða sögunni þinni, sko,“
ritdómar176