Saga - 2020, Blaðsíða 151
Sagan og virði íslenskrar tungu var það sem Íslendingar notuðu
í upphafi tuttugustu aldar til þess að rökstyðja að þeir ættu að ráða
sér sjálfir en þau rök komu fyrst fram hjá Jóni Sigurðssyni í „Hug -
vekju til Íslendinga“ árið 1848.5 Á nítjándu öld voru þó ekki uppi
hugmyndir á Íslandi um að öðlast sjálfstæði frá Dönum – og ekki
heldur hjá Jóni. Hann talaði um framtíð Íslands innan Dana ríkis og
ýmsar breytingar á sambandi ríkjanna, óskaði þess til að mynda að
Íslendingar fengju íslenskan ráðherra sem yrði yfir sérstakri ís -
lenskri skrifstofu sem mál Íslands heyrðu undir. Íslendingar ættu
því að ráða meiru um stjórn landsins. Um Dani segir hann að „vér
bjóðum þeim með ánægju hönd vora til bróðurlegrar vináttu og sam -
bands, en vér höfum ekki gott af að þeir umfaðmi oss svo fast, að
þeir kæfi oss með vinsemdinni“.6 Jón tekur það sérstaklega fram að
hann sé „enganveginn“ að tala um að Íslendingar eigi að „rífa sig
öldúngis frá Danmörku“ heldur sé „þetta miklu framar til þess að
gjöra sambandið við Danmörku það fastast sem það getur orðið,
þegar það er byggt á jöfnum réttindum hvorutveggja“. Staða Íslands
innan Danaríkis virðist því hafa verið ágæt, hið minnsta taldi Jón
enga ástæðu vera til að óttast nýju stjórnarhættina.7 Íbúar hertoga-
dæmanna Slésvíkur og Holtsetalands virðast ekki hafa verið eins
ánægðir með Dani og Íslendingar.
Byltingarárið 1848: Stríðið og söfnunin
Á meðan Jón Sigurðsson skrifaði áðurnefnda „Hugvekju til Íslend -
inga“, þar sem hann hvatti Íslendinga til þess að senda Alþingi
bænaskrár þar sem þeir útlistuðu hvers konar samband þeir vildu á
milli Íslands og Danmerkur, voru íbúar og ráðamenn hertogadæm-
anna Slésvíkur og Holtsetalands að undirbúa uppreisn gegn herrum
sínum, Dönum. Hertogadæmin voru í persónusambandi við Dan -
mörku og því hluti af Danaríki þótt Holtsetaland væri einnig hluti
þýska sambandsins. Danir höfðu því yfirráð yfir báðum svæðum en
stríð dana við þjóðverja 149
Vigdís Ingvadóttir, Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu, 4. kafli; Jón Sigurðs -
son, „Hugvekja til Íslendinga“, 11, 17. Í grein Jóns kemur augljóslega fram að
hann sá fyrir sér að konungur yrði áfram yfir Íslandi. Þetta bendir Gunnar Þór
Bjarnason einnig á í Hinir útvöldu, 205.
5 Sjá m.a.: Gunnar Þór Bjarnason, Hinir útvöldu, 112–114.
6 Jón Sigurðsson, „Hugvekja til Íslendinga,“ 17–18, 22–24, bein vísun á 23.
7 Sama heimild, 18, 20.