Saga - 2020, Blaðsíða 76
aði eignarhald á jörðum, sölu afurða og kaupum á aðföngum.36 Frá
1880 efldist einnig nútímavæðing í landbúnaði með búnaðarskólum
auk þess sem ný áhöld og vinnubrögð voru tekin upp.37 Því má þó
ekki gleyma að um þessar mundir gekk mikið harðindatímabil yfir
þjóðina sem bitnaði ekki síst á bændum.38 Þá voru stofnuð búnaðar-,
ræktunar-, slátur-, pöntunar- og kaupfélög víða um land auk heildar -
samtaka bænda sem náðu til landsins alls.39 Enn fremur ruddi ung-
mennafélagshreyfingin sér til rúms í sveitum í upphafi tuttugustu
aldar. Bændur tóku og að bindast stjórnmálasamtökum á öðr um
áratug aldarinnar með stofnun Bændaflokksins (1912), Óháðra
bænda (1916) og loks Framsóknarflokksins (sama ár). Þau félög,
samtök og flokkar sem hér var drepið á mynda félagslega, menn -
ingar lega og pólitíska hlið bændahreyfingarinnar.40 Efldist bænda -
stéttin á þessu skeiði mjög þótt hlutfall þeirra landsmanna sem
höfðu beina afkomu af landbúnaði lækkaði þegar fram í sótti.41
Til langs tíma hafði meginþorri jarða í landinu verið í eigu hins
opinbera (konungs- og síðar þjóðjarðir), kirkjunnar (þ.e. einstakra
kirkjulegra sjálfseignarstofnana) eða stórjarðeigenda en þorri bænda
var leiguliðar.42 Stóð þetta mjög í vegi fyrir ræktun og uppbyggingu
þar sem leiguliðar bjuggu ekki við örugga ábúð og áttu örðugt með
að fá jarðabætur endurgreiddar er þeir yfirgáfu bújörð sína. Upp úr
aldamótunum 1900 varð mikil breyting á er fjöldi jarða í opinberri
eigu voru einkavæddar og margir stórjarðeigendur tóku að selja úr
eignasöfnum sínum.43 Upp úr 1920 munu hátt í helmingur bænda
hafa búið á eigin jörðum.44 Efldi þetta stöðu bændastéttarinnar og
varð til þess að stöðugt fleiri gátu vænst þess að afkomendur þeirra
hjalti hugason74
36 Árni Daníel Júlíusson, Landbúnaðarsaga Íslands 2 (Reykjavík: Skrudda, 2013),
101–102, 159.
37 Sama heimild, 126, 143–153, 156.
38 Gunnar Karlsson, „Atvinnubylting og ríkismyndun 1874–1918,“ í Saga Íslands
X, ritstj. Sigurður Líndal og Pétur Hrafn Árnason (Reykjavík: Hið íslenzka bók-
menntafélag og Sögufélag, 2009), 15–19.
39 Árni Daníel Júlíusson, Landbúnaðarsaga Íslands 2, 129–135, 194, 309–310.
40 Einar Laxness, Íslandssaga a–h (Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1995), 150–153; Einar
Laxness, Íslandssaga s–ö (Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1995), 98–100; Árni Daníel
Júlíusson, Landbúnaðarsaga Íslands 2, 136–141, 168–169, 191, 193–194.
41 Árni Daníel Júlíusson, Landbúnaðarsaga Íslands 2, 155–156, 159.
42 Sama heimild, 59.
43 Sama heimild, 101, 108–109.
44 Gunnar Karlsson, „Atvinnubylting og ríkismyndun,“ 38.