Saga - 2020, Blaðsíða 165
blaðsíður og bera þær vitni um þaulleit í blöðum og tímaritum þar sem
meðal annars má finna umsagnir um og fréttir af sýningum. Í heimildaskrá
er vísað almennt í blöð og tímarit sem notuð voru eftir titlum, annars vegar
þau sem höfundur hafði aðgang að í gegnum tímarit.is og hins vegar þau
sem ekki voru aðgengileg þar. Verður það að teljast skynsamleg lausn í ljósi
nákvæmra tilvísana og um leið enn ein sönnun þess hve ómetanlegt það raf-
ræna heimildasafn hefur reynst. Hér hefur stór akur verið plægður, opinn
þeim sem vilja garfa í og greina nánar einstök atriði í sögu íslenskrar alþýðu
og afþreyingarmenningar á tuttugustu öld. Þessi mikla heimildasöfnun, sú
framsetning sem henni er valin og sú staðreynd að höfundur boðar niður -
stöður rannsóknarinnar í síðara bindi gerir það að verkum að hér er að
mestu litið fram hjá því að í bókinni er lítið um greiningu og samantektir á
þeim mikla efnivið sem liggur undir.
Davíð Ólafsson
Jón Viðar Jónsson, STJÖRNUR OG STÓRVELDI Á LEIKSVIÐUM
REyKJAVÍKUR 1925–1965. Skrudda. Reykjavík 2019. 411 bls. Myndir,
ritaskrá, myndaskrá, nafnaskrá.
Jón Viðar Jónsson hefur um áratugaskeið getið sér orðs sem hnitmiðaður og
harðorður leikhúsgagnrýnandi í dagblöðum og sjónvarpi. Þá hefur hann
verið mikilvirkur fræðimaður á sviði leikhúsfræðinnar, hann lauk fil.kand.-
prófi í leikhúsfræðum frá Stokkhólmsháskóla árið 1978 og doktorsprófi í
leikhúsfræðum frá sama skóla árið 1996. Árið 1985 gaf hann út bókina
Leikrit á bók: Um lestur og greiningu leikbókmennta. Doktorsritgerð Jóns Viðars
fjallaði um leikkonuna Stefaníu Guðmundsdóttur en síðar vann hann úr
þeirri ritgerð ævisögu hennar. Hann annaðist útgáfu á heildarsöfnum leik -
rita Jökuls Jakobssonar og Guðmundar Steinssonar auk þess sem hann
hefur birt fjölda greina og ritgerða um leiklistarsögu og leikhúsfræði. Árið
2004 gaf hann út bók um líf og list Jóhanns Sigurjónssonar, Kaktusblómið og
nóttin, sem sögð hefur verið ítarlegasta umfjöllun um ævi og verk Jóhanns.
Jón Viðar var leiklistarstjóri RÚV árin 1982–1991 og árin 2003–2012 gegndi
hann stöðu forstöðumanns Leikminjasafns Íslands og á þeim árum vann
hann að þeim rannsóknum sem eru uppistaðan í bókinni Stjörnur og stór-
veldi.
Stjörnur og stórveldi er mikil bók, 411 síður, prentuð á vandaðan pappír,
allþung í hendi og ríkulega myndskreytt. Hún skiptist í formála, 11 kafla um
jafnmarga leikara og leikkonur, 61 rammagrein um hin margvíslegustu efni,
ritaskrá, myndaskrá og nafnaskrá. Þeir leikarar og leikkonur sem sagt er frá
eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á árunum 1925–1965. Það er
ritdómar 163