Saga - 2020, Blaðsíða 51
og erlendum rannsóknum á sviðinu.45 Kalli Sigríðar var svarað á
næstu árum en þá fengu kynjasögurannsóknir svo sannarlega byr í
seglin og rannsóknum á samfélagi nítjándu og tuttugustu aldar
fjölgaði til muna. Efnistök og aðferðir þessara rannsókna voru fjöl-
breyttar, allt frá greiningu á sjálfsmyndum í sendibréfum kvenna-
skólastúlkna á síðari hluta nítjándu aldar til samtvinnunar kvenna-
hreyfinga og lesbía og velsæmis sjoppurita. Því má segja að íslensk ar
kynjasögurannsóknir hafi siglt á ný og áður óþekkt mið.46
Sigríður stóð þar sjálf í brúnni. Árið 2004 gaf hún út bókina Hinn
sanni Íslendingur. Þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900–1930 sem
byggði á doktorsritgerð hennar við Háskóla Íslands en það var
fyrsta doktorsritgerðin í sagnfræði á Íslandi þar sem kynjasögulegu
sjónarhorni var beitt. Rannsóknin var þýðingarmikil undirstaða
fyrir frekari rannsóknir á samfélagi tuttugustu aldar en í henni
beindi Sigríður sjónum að því hvernig hugmyndir um kyngervi
mótuðu íslenska þjóðernisstefnu á fyrri hluta tuttugustu aldar og
hvernig ríkjandi ímyndir æskilegrar karlmennsku og kvenleika
mótuðu þversagnakenndar hugmyndir um tengsl menningarlegs
íhalds og frjálslyndrar einstaklingshyggju. Þrátt fyrir að hinn frjáls-
lyndi armur íslensku kvennahreyfingarinnar hafi verið afar virkur
á millistríðsárunum var ímynd hins frjálslynda borgaralega Íslend -
ings karlgerð en þjóðernisleg sjálfsmynd íslenskra kvenna var mót -
uð eftir gildum sveitasamfélagsins. Í nafni þjóðernis var konum
landnám kynjasögunnar á íslandi 49
45 Sigríður Matthíasdóttir, „Aðferðir og kenningar kynjasögunnar,“ 36. Þó má í
þessu samhengi benda á að rannsóknir á myndun borgarasamfélags höfðu
áður komið út innan annarra fræðigreina, til dæmis rit mannfræð ingsins
Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur, Doing and becoming: Women’s movement and
women’s personhood in Iceland 1870–1990 (Reykjavík: Félags vísindastofnun
Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan, 1997). Raunar má samsvarandi rök færa um
margt af því sem er fjallað um í þessari grein þar sem fjölmargir fræðimenn af
sviði hug- og félagsvísinda hafa nýtt sér kynjasögulega nálgun á viðfangsefni
sín. Nokkur dæmi af vettvangi mannfræði og bókmenntafræði eru reifuð í
greininni til að varpa ljósi á ákveðin þemu en samhengisins vegna er þó reynt
að halda athyglinni á sagnfræði.
46 Erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur: Menntun kvenna og mótun kyngervis
á Íslandi 1850‒1903 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun og Rannsóknar stofa í kvenna-
og kynjafræðum, 2011); Íris Ellenberger, „Lesbía verður til. Félagið Íslensk-lesb -
íska og skörun kynhneigðar og kyngervis í réttindabaráttu á níunda áratug 20.
aldar,“ Saga 54, nr. 2 (2016); Kristín Svava Tómasdóttir, Stund klámsins. Klám á
Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar (Reykjavík: Sögufélag, 2018).