Saga - 2020, Blaðsíða 104
beldi þurfti að greiða sekt sem samsvaraði helgidagabroti.25 Í sænsk-
um miðaldalögum frá því um 1290 (Östgötalög) er ákvæði sem
heimilar eiginmanni að beita konu sína hóflegu ofbeldi en hefði það
í för með sér alvarlegan áverka (opið sár eða lýti) gátu ættingjar
konunnar krafist greiðslu bóta frá eiginmanninum sem bættist við
heimanfylgju eiginkonu. Ekki er minnst á mögulegt ofbeldi af hálfu
kvenna gegn eiginmanni.26 Þessum rétti karla er viðhaldið í sænsk-
um lögum sem tóku við eftir miðja fjórtándu öld27 og einnig í lands-
lögum Kristoffers Svíakonungs sem lögfest voru árið 1442.28 Um -
rædd lög endurspegla bága réttarstöðu danskra og sænskra giftra
kvenna á miðöldum. Innan veggja heimilisins var staða þeirra gagn-
vart eiginmanni/húsbóndanum sú sama og barna þeirra og þjón-
ustufólks. Án sérstakra tilgreindra ástæðna í lögum hafði eigin maður -
inn rétt á að beita konu sína líkamlegri refsingu án þess þó að valda
henni alvarlegum áverkum.
Í norskum miðaldalögum eru ákvæði er lúta að samskiptum
hjóna og hirtingarrétti eiginmanna brotakennd og óskýrari en í
dönsk um og sænskum lögum.29 Í íslenskum miðaldalögum, það er
að að segja Jónsbók, er ekki að finna ákvæði sem felur í sér hirting-
arrétt eiginmanna.
Rannsóknir á ofbeldi í hjónabandi í sögulegu samhengi
Heimilisofbeldi á Íslandi fyrr á öldum er að mestu órannsakað efni
innan sagnfræðinnar. Már Jónsson, Erla Hulda Halldórsdóttir og
brynja björnsdóttir102
25 Danmarks gamle love paa nutidsdansk I–III, Stig Iuul tók saman (Kaupmanna -
höfn: G.E.C. Gads forlag, 1945–1948), hér II, 187–189; III, 161; Guðs dýrð og sáln-
anna velferð. Prestastefnudómar Brynjólfs biskups Sveinssonar árin 1639–1674, Már
Jónsson tók saman (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2005), 66–67.
26 Christine Ekholst, „Defending one’s rights: Aspects of violence, honor and
gender in Swedish medieval law,“ Revue d’histoire Nordique – Nordic Historical
Review 4 (2007): 189–205, hér 202; Svenska landskapslagar. Tolkade och förklarade
för nutidens svenskar I–II, Äke Holmbäck og Elias Wessén tóku saman (Stokk -
hólmur: Hugo Gebers förlag, 1933), hér I (Östgötalagen) Vådemålsbalken 3, 78.
27 Um er að ræða lög frá valdatíð Magnúsar Eiríkssonar (1331–1364), sjá Magnus
Erikssons landslag i nusvensk tolkning, Äke Holmbäck og Elias Wessén tóku sam-
an (Lundur: Carl Bloms boktryckeri, 1962), 196.
28 Lillequist, „Changing discourses of marital violence,“ 2.
29 Knut Robberstad, Fyrelesningar um rettssoga i millomalder og nytid I–II (Oslo:
Universitetsforlaget, 1960–1966), hér II, 46–47; Næshagen, „Private law en -
force ment in Norwegian history,“ 20, 22–23.