Saga - 2020, Blaðsíða 117
Hann bætti því svo við að það væri ekki á valdi þess sem fyrir mis -
þyrmingunni verður að falla frá ákæru.72
Eftir umtalsvert málaþref lauk málinu með því að Jörgen greiddi
sekt í fátækrasjóð fyrir „misþyrmingu og ofríkisfulla meðferð“ á
konu sinni. Fjórum árum síðar var Margrét búin að fá nóg af
sambúðinni, hún sótti um og fékk leyfi til skilnaðar að borði og
sæng árið 1864 og lögskilnað nokkrum árum seinna.73
Breytt lagaumhverfi á tuttugustu öld
Þann 19. september 1921 var lögregluréttur Húnavatnssýslu settur
að ytri-Reykjum, haldinn af Boga Brynjólfssyni sýslumanni ásamt
þingvottum. Þar átti að rétta yfir Helga Guðmundssyni bónda í
Tjarnarkoti út af „áætlaðri misþyrmingu“ á konu hans, Þóru Sæ -
mundsdóttur. Í skýrslu Þóru fyrir rétti kemur fram að vegna erfiðrar
sambúðar við mann sinn sem „svívirti hana á ýmsan hátt og mis -
þirmdi“ hafði hún yfirgefið hann vorið áður og var nú í kaupavinnu
að Böðvarshólum í Vesturhópi.74 Á grundvelli þágildandi laga, al -
mennra hegningarlaga frá 1869, hafði Þóra lagalegan rétt á að sækja
mann sinn til saka vegna ofbeldis. Í 204. grein laganna var, líkt og í
Norsku lögum Kristjáns V., ákvæði sem tekur sérstaklega á ofbeldi
gegn maka. Þar segir: „Ef maður misþyrmir konu sinni eða kona
manni sínum, og þau eru samvistum, þá varðar það fangelsi þó að
ekki hljótist áverki eða annar skaði af því, eða betrunarhúsavinna
allt að 2 árum ef miklar sakir eru.“75 Ákvæðin eru hér mun skýrari
og afdráttarlausari en í eldri lögum, að minnsta kosti hvað varðar
réttarstöðu þolenda ofbeldis af hálfu maka. Kynin eru jöfn fyrir lög-
unum bæði hvað varðar eðli og alvarleika ofbeldis og refsiviðurlög.
Um slíkt athæfi er notað hugtakið misþyrming án frekari útlistunar.
minn réttur … 115
72 ÞÍ. Skjalasafn stiftamtmanns III/551. Útskript af pólitírjettarprotocol Reykja -
víkurkaupstaðar 24. febrúar B5 N45-63; Kongelige rescripter, resolutioner og col-
liegialbreve for Danmark og Norge udtogviis udgivne i chronologisk orden I–VI, útg.
Laurids Fogtman (Kaupmannahöfn: Gyldendal, 1787–1794), hér VI, 481, 583.
73 ÞÍ. Skjalasafn stiftamtmanns III/ 576; III/767. Sáttanefndabók Reykjavíkur og
Seltjarnarness 1842–1869 (án bls.); III/551. Útskript af pólitírjettarprotocol
Reykjavíkurkaupstaðar 24. febrúar B5 N45-63 (án bls.); III/549. Justitsminis -
teriet. J. N 212-63.
74 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Húnavatnssýsla. Dóma- og þingbók GA/15, 1920–1922,
150.
75 Lovsamling for Island XX, 222–223, 247–253. Lögin tóku gildi 1. ágúst 1870.