Saga - 2020, Blaðsíða 88
legt að það yrði bændum metnaðarmál að koma sér upp einkagraf-
reit og að „þetta faraldur sem áður kvað mest að í Múlasýslum,
breið ist óðfluga út um aðra landsfjórðunga, og það verður „fínt“ í
augum fjöldans að liggja annarsstaðar en í löghelguðum grafreit
héraðsins“.91 Taldi hann því að sporna bæri gegn þróuninni þrátt
fyrir ný lög. Snemma árs 1935 veitti Jón svo umsögn um beiðni frá
Grafarholti í Lágafellssókn. Þá hafði hann gefist upp fyrir þeirri
stefnu sem nýju lögin boðuðu og kvaðst að fenginni reynslu ekki
gera ráð fyrir að mótmæli af sinni hálfu hefðu nein áhrif. Þó von -
aðist hann til að ráðuneytið væri sér samdóma um að réttast væri að
veita sem fæstar undanþágur frá fornum og nýjum lagaákvæðum
um greftrun enda væru nýju kirkjugarðalögin sett í þeim tilgangi að
koma bættri skipan á hina almennu grafreiti sóknanna.92
Biskuparnir Sigurgeir Sigurðsson og Ásmundur Guðmundsson
sem gegndu embættinu 1939–1959 voru líkt og fyrirrennarar þeirra
almennt á móti heimagrafreitum. Þeir töldu þó erfitt að beita sér
gegn einstökum umsóknum meðan heimildarákvæði um þá væru í
lögum og framkvæmd stjórnarráðsins væri óbreytt. Frá 1944 hreyfði
Sigurgeir því að fella bæri ákvæðið úr gildi.93 Tilraun í þá veru var
gerð 1948 þegar lagt var til að heimildin væri bundin við jarðir sem
útlit væri fyrir að héldust áfram í ættum sem og þær jarðir þar sem
líkflutningar væru óvenju torsóttir. Þá gerði það biskupunum erfitt
um vik að heimagrafreitir voru orðnir um 60 þegar Sigurgeir varð
biskup og rúmlega helmingi fleiri eða um 130 er Ásmundur tók við.
Þjóðkirkjan gat því virst hafa beðið ósigur í átökunum um útförina.
Hún lagði þó ekki árar í bát.94
hjalti hugason86
91 Sama heimild.
92 ÞÍ. Stjórnarráð Íslands, 1. skrifstofa. B/690-1. Bréfasafn. Biskup til stjórnarráðs-
ins 23. apríl 1935. Við sama tón kvað um líkt leyti í umsögnum vegna um sókna
frá Hróarsdal og Egg í Hegranesi og frá veitingamönnunum að Kol viðarhóli
og Lögbergi í Lækjarbotnum. Sama stað. Biskup til stjórnar ráðsins 22. júlí 1935,
16. október 1935, 4. desember og 8. desember 1936.
93 ÞÍ. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. 2002. B/1533-1. Bréfasafn. Biskup til
ráðuneytisins 7. júlí 1944.
94 Sigurgeir Sigurðsson, Hirðisbréf til presta og prófasta á Íslandi (Reykjavík: [án
útg.], 1940), 36; Ásmundur Guðmundsson, Hirðisbréf til presta og prófasta á
Íslandi (Reykjavík: [án útg.], 1954), 30–31. Sjá og Svein Víking, „Kirkjugarða -
lögin nýju,“ Kirkjuritið 30, nr. 2 (1964): 74–75; Alþingistíðindi 1948 A, 687–688;
Stefán Ólafsson, „Heimagrafreitir á Íslandi,“ 161.