Saga


Saga - 2020, Síða 88

Saga - 2020, Síða 88
legt að það yrði bændum metnaðarmál að koma sér upp einkagraf- reit og að „þetta faraldur sem áður kvað mest að í Múlasýslum, breið ist óðfluga út um aðra landsfjórðunga, og það verður „fínt“ í augum fjöldans að liggja annarsstaðar en í löghelguðum grafreit héraðsins“.91 Taldi hann því að sporna bæri gegn þróuninni þrátt fyrir ný lög. Snemma árs 1935 veitti Jón svo umsögn um beiðni frá Grafarholti í Lágafellssókn. Þá hafði hann gefist upp fyrir þeirri stefnu sem nýju lögin boðuðu og kvaðst að fenginni reynslu ekki gera ráð fyrir að mótmæli af sinni hálfu hefðu nein áhrif. Þó von - aðist hann til að ráðuneytið væri sér samdóma um að réttast væri að veita sem fæstar undanþágur frá fornum og nýjum lagaákvæðum um greftrun enda væru nýju kirkjugarðalögin sett í þeim tilgangi að koma bættri skipan á hina almennu grafreiti sóknanna.92 Biskuparnir Sigurgeir Sigurðsson og Ásmundur Guðmundsson sem gegndu embættinu 1939–1959 voru líkt og fyrirrennarar þeirra almennt á móti heimagrafreitum. Þeir töldu þó erfitt að beita sér gegn einstökum umsóknum meðan heimildarákvæði um þá væru í lögum og framkvæmd stjórnarráðsins væri óbreytt. Frá 1944 hreyfði Sigurgeir því að fella bæri ákvæðið úr gildi.93 Tilraun í þá veru var gerð 1948 þegar lagt var til að heimildin væri bundin við jarðir sem útlit væri fyrir að héldust áfram í ættum sem og þær jarðir þar sem líkflutningar væru óvenju torsóttir. Þá gerði það biskupunum erfitt um vik að heimagrafreitir voru orðnir um 60 þegar Sigurgeir varð biskup og rúmlega helmingi fleiri eða um 130 er Ásmundur tók við. Þjóðkirkjan gat því virst hafa beðið ósigur í átökunum um útförina. Hún lagði þó ekki árar í bát.94 hjalti hugason86 91 Sama heimild. 92 ÞÍ. Stjórnarráð Íslands, 1. skrifstofa. B/690-1. Bréfasafn. Biskup til stjórnarráðs- ins 23. apríl 1935. Við sama tón kvað um líkt leyti í umsögnum vegna um sókna frá Hróarsdal og Egg í Hegranesi og frá veitingamönnunum að Kol viðarhóli og Lögbergi í Lækjarbotnum. Sama stað. Biskup til stjórnar ráðsins 22. júlí 1935, 16. október 1935, 4. desember og 8. desember 1936. 93 ÞÍ. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. 2002. B/1533-1. Bréfasafn. Biskup til ráðuneytisins 7. júlí 1944. 94 Sigurgeir Sigurðsson, Hirðisbréf til presta og prófasta á Íslandi (Reykjavík: [án útg.], 1940), 36; Ásmundur Guðmundsson, Hirðisbréf til presta og prófasta á Íslandi (Reykjavík: [án útg.], 1954), 30–31. Sjá og Svein Víking, „Kirkjugarða - lögin nýju,“ Kirkjuritið 30, nr. 2 (1964): 74–75; Alþingistíðindi 1948 A, 687–688; Stefán Ólafsson, „Heimagrafreitir á Íslandi,“ 161.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.