Saga


Saga - 2020, Side 179

Saga - 2020, Side 179
skrifar Sigríður Kristín vel meðvituð um klemmuna sem hún er í við ævi- söguritunina (81, líka 376). Bókin er sett upp í tvo hluta. Sá fyrri gerist frá 1918–1948 og sá síðari í Mývatnssveit frá 1949. Fyrri hlutinn byrjar á korti af Vestfjörðum og skömmu síðar fylgir yfirlit yfir fjölskyldu Jakobínu. Síðari hlutinn er ögn lengri en sá fyrri og þar í upphafi má finna yfirlit yfir ætt Þorgríms Starra (161). Bæði yfirlitin eru án fæðingar- og dánarára sem er miður. Það hefði gefið góðan heildarbrag að bæta við korti af Mývatnssveit í upphafi annars hluta. Bókin er í tímaröð og skiptist í um það bil 75 ónúmeraða og stutta kafla. Kaflaheitin eru lýsandi og oft óformleg. Ljóð Jakobínu eru víða í bók- inni, stundum í sérstökum ramma rétt eins og ættaryfirlitin en einnig sam- felld í textanum þegar verið er að fjalla um þau. Stundum gerist það að ljóðin eru á skökkum stað (t.d. 123) eða óvíst af hverju þau eru sett fram (t.d. 131) og þá vaknar þrá lesandans að vita meira um ljóðin (sér í lagi 258). Góð viðbót við verkið hefði verið að hafa lista yfir ljóðin sem eru birt. Margar ljósmyndir prýða bókina, líklega flestar úr einkasafni höfundar en áhuga - vert hefði verið að fá ljósmyndaskrá. Eins verð ég að hnýta í undarlega villu í uppsetningu þar sem titlar eru sjaldnast skáletraðir en þó stundum, jafnvel á víxl á sömu blaðsíðu (295). Þá eru heimilda- og tilvísunarskrár til staðar en tæplega þúsund tilvísanir eru í verkinu þótt yfirlýstur tilgangur bókar- innar sé ekki að vera fræðibók (18). Sagan einblínir að mestu á hið persónulega og veitir mikla innsýn í þrár og langanir Jakobínu sem gjarnan er lýst í hennar eigin orðum eða orðum móður hennar í bréfum þeirra. Stefið um menntaþrá Jakobínu sem lítið verður úr er endurtekið víða (41, 63, 119, 129–130) en töluvert er um endur- tekningar í bókinni. Þá eru athyglisverðar lýsingar Jakobínu á leit að næði til að skrifa, til dæmis hér í texta sem virðist tímalaus: „… stelpurnar eru óþægar, Sigrún er alltaf uppi á öllu og meðan ég skrifa þetta getur Níní ekki unað sér við nema að greiða mér og Sigrún kemur með stól og fer upp á hann og við hliðina á mér til að geta hangið í mér líka“ (274), en í þessum aðstæðum barnauppeldis og heimilisreksturs gefur hún út hverja bókina á fætur annarri. Aðrir þættir eru mun þyngri og alvarlegri, sér í lagi heimilis- ofbeldi Björgvins tengdaföður Jakobínu gagnvart henni en því lýsir Sigríður Kristín víða og gefa bréf Jakobínu til móður sinnar innsýn í aðstæður (t.d. 262). Ótrúlegt ástand virðist hafa ríkt á heimilinu í Garði og erfitt að átta sig á því hvað gekk á. Það hlýtur að vera ýmislegt sem er ósagt eða óvitað í þeim efnum. Þá er rétt snert á öðrum erfiðum málum sem skilur einnig eftir sig spurningar, til dæmis fósturmissi (262) og svo drykkju bæði Starra og Jakobínu: „Hún á til að loka sig af og drekka áfengi, ein með tónlist á fónin- um“ (378, líka 191). Öðrum þáttum eins og heilsuleysi, þunglyndi, fátækt og einangrun (327, 125, 128) er tæpt á af og til. Bókin Jakobína — saga skálds og konu er bók um dóttur í leit að skilningi á fortíð sinni og fjölskyldu. Leit hennar að fortíðinni verður leit hennar að ritdómar 177
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.