Saga


Saga - 2020, Síða 172

Saga - 2020, Síða 172
LANDNÁM ÍSLANDS. ÚR FyRIRLESTRARÖÐ MIÐALDASTOFU HÁSKÓLA ÍSLANDS 2014‒2015. Ritstj. Haraldur Bernharðsson. Mið - aldastofa Háskóla Íslands. Reykjavík 2019. 354 bls. Miðaldastofa Háskóla Íslands hefur, undir styrkri stjórn Haraldar Bern - harðs sonar, á undanförnum árum staðið fyrir þróttmiklu fyrirlestrahaldi sem er fyrir löngu orðið að föstum punkti í dagskrá allra þeirra sem hafa áhuga á miðöldum og íslenskum fræðum. Þessir fyrirlestrar hafa verið geysivel sóttir, oft þannig að legið hefur við örtröð, og þeir hafa vakið athygli langt út fyrir háskólasamfélagið. Á dagskrá eru jafnan stakir fyrir- lestrar en líka hafa verið skipulagðar fyrirlestraraðir um afmörkuð efni og er bókin Landnám Íslands afrakstur einnar slíkrar. Í fyrirlestraröðinni um landnámið sem fram fór veturinn 2014‒2015 voru flutt 28 erindi og birtist sléttur helmingur þeirra á þessari bók. Rannsóknir á landnámi Íslands hafa til skamms tíma skipst í tvær grein - ar sem ekki hafa alltaf viljað mjög mikið af hvor annarri vita. Lengi vel, á nítj- ándu öld og fram eftir þeirri tuttugustu, var talið að Landnámabók væri svo traust og greinargóð heimild að ekki þyrfti að leita annað til að skilja hvers vegna og hvernig landnámið átti sér stað. Á síðustu hálfu öld eða svo hefur tvennt gerst: Annars vegar hefur trú fræðimanna á gildi Landnáma bókar sem heimildar um sjálft landnámið dvínað, ef ekki gufað upp með öllu, og hins vegar hefur geysimiklum fornleifa- og fornvistfræðigögnum verið safnað sem varða bæði landnámið sjálft og líf fyrstu kynslóða Íslend inga á níundu og tíundu öld. Um þetta síðara efni er litla fræðslu að fá í þessari bók. Einu und- antekningarnar eru greinar Gunnars Karlssonar, sem víkur talsvert að forn- leifum í yfirliti sínu um sögu landnámsrannsókna, og Árna Einarssonar sem skrifar um garðakerfið mikla á Norðausturlandi sem hann hefur unnið ötul- lega við að kortleggja undanfarin ár. Það vill raunar þannig til að frá því að þeir fluttu fyrirlestra sína hafa þeir báðir gefið út miklu umfangsmeiri rit um sömu efni en bók Gunnars, Landnám Íslands, kom út 2016 og bók Árna, Tíminn sefur. Fornaldargarðarnir miklu á Íslandi, kom út 2019. Að öðru leyti er greina- safnið að stærstum hluta helgað mið alda frásögnum um landnámið, einkum og sér í lagi Landnámabók. Tvær greinar lenda þó á milli í þessari flokkun, annars vegar grein Þorsteins Vilhjálms sonar um skip og siglingar og hins vegar grein Kristjáns Árnasonar um íslenska tungu og landnám hennar. Ásamt inngangsgrein Gunnars eru þessar tvær greinar sýnilega hugsaðar sem stöðumat, yfirlit sérfræðinga um stöðu þekkingar og rannsókna á sínu sér - sviði, og þær hefðu sómt sér vel í riti á borð við greinasafnið Um landnám á Íslandi sem kom út 1998 í ritstjórn Guðrúnar Ásu Grímsdóttur. Þar var því greinilega stillt þannig til að fengnir voru sérfræðingar sem hver og einn gerði grein fyrir sínu sviði, fremur en endilega eigin kenningum, og þannig var reynt að bregða upp heildarmynd af stöðu þekkingar um landnámið. Þar var ritdómar170
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.