Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1993, Qupperneq 9

Læknaneminn - 01.10.1993, Qupperneq 9
Minna hefur farið fyrir áliuga á því að nýta eldri lyf betur eða á annan hátt en áður hefur verið gert. Hingað til hefur lyfjaskammtur venjulega verið valiim þannig að tekið er mið af lyfferli í hraustum manni, virkni lyfsins mæld (hammörk (MIC) / drápsmörk (MBC)) og síðan reynt að Iiaga skammti þannig að lyfjaþéttni sé yfir hammörkum (MIC) um mestan hluta skammtabilsins, þ.e. þess tíma sem líður á milli einstakra skammta. Nýjar hugmyndir hafa komið fram um bestu skömmtun lyfja á undanförnum árum og beinast þær að því að fá sem mest lytjaáhrif frá sem minnstu magni lyfs. Rannsóknir á þessu sviði hafa beinst að því að finna hvaða þættir lyfferils (phannacokinetics) og lyfhrifa (pharmacodynamics) ráða mestu um verkun lyfja gegn emstökum sýklum og sýklaílokkiun. M.a. hefur komið í ljós að dráp amínóglýcósíða og kínólóna er háð þéttni en ckki þeim tíma sem lyfjaþéttnin er yfir hammörkum sýkilsins. A liinn bógiim er dráp B-lactam lyfja háð tíma en ekki þéttni, þ.e. því lengur sem lyfjaþéttni er yfir hammörkum sýkils á sýkingarstað, þeim mun meira er dráp sýkla, a.m.k. Gramneikvæðra stafbaktería, af völdum þessara lyfja. Eftirhrif sýklalyfja (postantibiotic effect) hafa einnig ljós áhrif á nýtingu sýklalyfja. Eftirhrif eru skilgreind sem framhald lyfjaálirifa eftir að lyf er horfið af sýkingaistað eða úr umhveríi sýkils. Lyl' sem verka á frumuvegg, B-lactam lyf og vancómýcín, valda eftirhrifum í 2-4 klst. gegn Grainjákvæðum bakteríum en engum gegn Gramneikvæðum stafbakteríum. Hins vegar valda lyf er verka á prótein og kjarnsýruframleiðslu (amínóglýcósíð, kínólón, macrólíð, tetracýklín, klindamýcín o.s.frv.) marktækum eftirhrifum, bæði á Gramjákvæðar og Gramneikvæðar bakteríur. Lyf er valda maiktækii eftirverkun ætti samkvæmt þessu að vera umit að gefa mmi sjaldnar en gert er nú án þess að áhrif glatist. Þetta hefur verið staðfest í dýratilraunum og nú hal'a komið fram allmargar rannsóknir sem benda eindregið til að amínóglýcósíð (lyf með langa eftirvirkni sem valda þétUiiháðu drápi) megi gefa einu sinni á dag. Aukaverkanatíðni er svipuð hvor skammtaleiðin sem valin er og jafnvel mimii við lyfjagjöf einu sinni á dag. Dýratilraunir og einstaka tilraunir í möimmn hafa ennfremur sýnt fram á að besta leið til að meðhöndla alvarlegar sýkingar af völdum Gramneikvæðra stafa með B-lactam lyfjum sé að gefa lyfin með stuttu skammtabili eða jafnvel í stöðugu dreypi. SÝKLALYF í SAMSETNINGUM Sýklalyf í samsetningum eru oft notuð í klínískri læknisfræði. Ilelstu ástæður þessa eru: 1. Draga úr tilurð ónœmis. 2. Meðferð sýkinga af völdum margra sýkla (polymicrobial infections). 3. Upphafstneðferð hjá alvarlega veikum og/eða ónœmisbœldum sjúkling um. 4. Til að ná fram samverkan (synergismus). Sýnt liefur verið fram á að samverkandi samsetningar B-lactam lyfja og amínóglýcósíða geta skipt sköpum við meðferð sjúkhnga í sýkingarlosti, sjúklinga með verulega ónæmisbælingu og sjúklinga sýktra af Pseudomonas aeruginosa. Skömmtun lyfjamia í samsetningum er þó emi eins og ef lyfin væru gefin ein sér en rannsóknir eru að hefjast á því livort lyf í samsetningum lúti sömu lögmálum og lyf gefin ein sér í þessu sambandi. LFHRLIT MEÐ MEÐFERÐ Eftirlit með sýklalyfjagjöf og árangri hennar byggist að sjálfsögðu fyrst og fremst á eftirliti með sjúklingnum sjálfum, líðan hans og gangi sjúkdóms. Einnig er umit að halda uppi nokkru eftirliti með aimars vegar mælingu lyfjaþéttni og lúns vegar með svonefndu sermi þynningarprófi (Schlichter-prófi). 1. Þéttnimælingar. Einmigis er nú unnt að mæla þéttni tiltölulega fárra sýklalyfja þannig að gagni komi í klínísku starfi en bættar mæliaðferðir munu vafalítið fjölga þeim. Fræðilega séð ætti mæiing á þétuú sýklalyfja einungis að vera gagnleg ef drápshraði eða aukaverkanir væru háðar þéttni (concentration dependence). Mælingar á þéttni amínóglýcósíða eru því líklegri til að vera að gagni en mælingar á þéttni B-lactam lyfja. Enda er megintilgangur lyfjamælinga að hafa eftirlit með því að lyf séu yfir virknimörkum en undir eitunnörkum. Hæfileg þéttni amínóglýcósíða við venjulega skammta er á bilinu 5-10 /rg/ml, og ætm ekki að vera hærri en 12 pglml því hærri gildi en það geta leitt til aukinnar tíðni aukaverkana á nýru (Tafla 4). Ef LÆKNANEMINN 2 1993 46. írg. 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.