Læknaneminn - 01.10.1993, Side 36

Læknaneminn - 01.10.1993, Side 36
er að velja það sem ekkert verður í raun um vitað, það er enginn til frásagnar mn reynslu þessa og því getur ákvörðun um sjálsvíg tæplega talist skynsamleg. Hinsvegar má á það benda til mótvægis við þetta sjónarmið Devine, hvort þetta breyti nokkru fyrir þann sem hefur svipt sig lífi. Sá sem tekur eigið líf verður ekki til frásagnar né neinnar hugsunar um það hvort breytni hans var skynsamleg eða óskynsamleg, ólíkt annarskonar rangri breytni getur hann ekki séð eftir neinu, hann getur ekki iðrast, þar sem dauður maðiu iðrast einskis. Og þá verður spuminginn um það hvort dauðinn sé böl þeim sem deyr nokkuð áleitin. En hvað sem því líður þá liggur það ljóst fyrir að eigi sjálfsvíg að teljast skynsamlegur kostur verða menn að gaumgæfa gildi lífsins með tilliti til lífslíkna, hver er munurinn á því að eiga von á því að deyja á næstu dögum til dæmis vegna ólæknandi sjúkdóms eða eftir 30-40 ár úr elli? Langanir okkar eru mismunandi eftir kringumstæðmn og þær eru breytilegar, það sem vegur þungt í dag hefur ef til vill annað vægi á morgun. Þess vegna er það góð regla að fresta öllum meiriháttar ákvörðunum þegar menn em í tímabundnu andlegu ójafnvægi. Enda er oft talið að óskynsamleg sjálfsvíg séu iðulega framin þegar menn em í andlegu ójafnvægi. Samt sem áður verðum við að hafa það hugfast að ekkert er víst um að langanir þess sem vill deyja muni nokkum tíman breytast. Og í þesslags tilvikum verður spurt um það hvort ekki sé sjálfsagt að viðkomandi láti að löngun sinni og svipti sig lífi. Hér á læknirinn vandasamt starf fyrir höndum ef um er að ræða vilja skjólstæðingsins. TAKMARKANIR Á RÉTTIMM TEL DAUÐANS Geðlæknirinn Jerome A. Motto hefur fengist við sjálfsvíg útfrá störfum geðlækna. Hann álítur einstaklinginn hafa rétt til sjálfsvígs en bendir á að rétti þessum fylgja takmarkanir sem felast annarsvegar í því; að verknaðurinn verður að vera grundvallaður á raunsæju mati viðkomandi einstaklings og hinsvegar að tvíbentar tilfinningar séu í lágmarki. Ekki er öll lausn fundin með skilyrðum þessum, því þeim fylgja ákveðnar spumingar sem læknirinn verður að taka tillit til; hvað er átt við með raunsæi og hvemig meta menn raunsæi skjólstæðingsins? Ekki er ætlunin að fara nánar út í þetta hér, en spumingar þessar sem upp koma í starfi læknisins undirstrika það sem fyrr sagði að læknisstarfið sé að einum þræði heimspekilegt starf. Motto gerir sér grein fyrir því að takmarkanir þessar sem hann setur fram eru síður en svo alfullkomnar, enda veltir hann því sjálfin upp hvort sá sem leitar til hans vegna sjálfsvígshugsana sé ekki ávallt haldinn efablöndnum tilfinningum; “Ég geri ráð fyrir að ef viðkomandi hefði engar efablandnar tilfinningar um vilja sinn þá væri hann ekki á skrifstofu minni, né mundi hann skrifa mér, né heldur hringja í mig..”(5) Sjónarmið þetta stangast á við afstöðu The Hemlock Society sem fyrr var greint frá, en þar er lögð áherslu á samráð við lækni hvort svo sem tilfinningamar em blandnar efa eður ei. Óryggiskennd fylgir því að njóta aðstoðar lækna þegar menn svipta sig lífi, þar sem slys og mistök við sjálfsvígstilraunir geta haft ömuriegar afleiðingar í för með sér fyrir líf viðkomandi og aðstandenda hans. Það er því ekki rétt að slá því sem föstu að menn hafi efablandnar tilfinningar þó þeir leiti til læknis í sjálfsmorðshugleiðingum. Hugsanlega era þeir að leita eftir öryggi, að mega takast að svipta sig lífi á öraggan og sársaukalítinn hátt. Tilfellin era vissulega mismunandi og það er eflaust hvorttveggja af öryggisástæðum og vegna tvíbentra tilfinninga sem menn leita til lækna þegar sjálfsvígshugsanir era annarsvegar. 0 HEIMILDIR 1. Time 1991; 19. ágúst: 41. 2. Aurelius M. The Stoic and epicurean philosophers. Random House 1940. 3. Humphrey D. The case for rational suicide. The euthanasia review 1986: 172-3. 4. Devine RE. On choosing death. Suicide, the philo- sophical issues. Peter Owen, London 1980: 138-43. 5. MottoJ.A. The right to suicide: A psychiatrist's view. Suicide, the philosophical issues. PeterOwen, London 1980: 212-19. 34 LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.