Læknaneminn - 01.10.1994, Síða 14
SJUKRATILFELLI
Valgerður Rúnarsdóttir
Hér á eftir verður rakið sjúkratilfelli þar sem
sjúklingur um fimmtugt var lagður inn á bráðamóttöku
lyflæknisdeildar og fylgst með sjúkdómsgangi og
afdrifum hans. í lokin verður rætt lítillega um
sjúkdóminn.
ÁSTÆÐA INNLAGNAR
Slappleiki, hiti og niðurgangur.
SJÚKRASAGA
Sjúklingurinn sem er um fimmtugt, hafði verið í
Evrópu og komið heim um viku fyrir innlögn. Ytra
hafði ekki borið á veikindum. Daginn eftir
heimkomuna fékk hann hins vegar 40 stiga hita,
beinverki og vægan höfuðverk. Hann tók magnyl við
þessum einkennum. Þremur dögum síðar fékk hann
niðurgang sem byrjaði hastarlega og varði allt til
innlagnardags og hafði þá staðið í 4 daga. Þetta var
vatnskenndur niðurgangur sem kom í köstum oft á
klukkustunden ekki að sj á slím eða bl óð með hægðum.
Jafnframt fylgdu kviðverkir eins og pílur og þess á
milli sviðaverkur um allan kviðinn. Ógleði og
lystarleysi voru viðvarandi og uppköst ef hann reyndi
að borða. Hann hafði því lítið nærst þessa 4 daga en
reynt að drekka eftir getu. Hiti var hár og kölduköst
komu öðru hverju. Tveimur dögum fyrir innlögn
fékk hann bólgu í eða við vinstra augað en hún var
gengin yfir við komu á sjúkrahús. Sjúklingurinn
hafði leitað læknis og fengið loperamidum (imodium)
töflur til að sporna við niðurganginum þremur dögum
fyrir komu með litlum árangri.
Hann hafði ekki borðað neitt óvenjulegt áður en
veikindin hófust en fengið sér kjúkling með
Höfundur er deildarlœknir á lyflœknisdeild
Landspítalans.
samferðarfólki fyrir heimkomuna. Enginn annar úr
ferðahópnum hafði veikst og engin slfk veikindi voru
hjá nákomnu fólki. Sjúklingurinn hafði ekki önnur
einkenni um sýkingu en að ofan greinir svo sem frá
hálsi, öndunarfærum eðaþvagfærum. Engin lyf voru
önnur en segir í sjúkrasögu.
FYRRA HEILSUFAR
Almennt hraustur.
SKOÐUN VIÐ KOMU
Sjúklingurinn var almennt slapplegur að sjá og var
með 39 stiga hita. Hann sagðist vera þyrstur og
slímhúðir voru þurrar en húðteygja var eðlileg. Hann
hafði ekki orthostatiska hypotensio, blóðþrýstingur
var 130/70 og féll ekki við að standa upp. Hins vegar
varð púls hraðari við það, jókst úr 80 í 112 slög á
mínútu. I vinstra auga var svolítill roði með aukinni
æðateikningu í hvítunni. Kviður var eðlilegur á að
líta, gamahljóð voru lífleg og talsverð þreifieymsli
voru um allan kviðinn, mest áberandi í vinstri fossa
iliaca. Það voru hvorki sleppieymsli né þreifanlegar
líffærastækkanir í kvið. Við endaþarmsskoðun voru
engin eymsli en þunnar fölbrúnar hægðir komu á
hanska sem voru jákvæðar á prófi fyrir blóði
(hemoccult test). Á húð voru exemlík útbrot á enni,
á hægra handarbaki og bak við eyru (aðspurður sagði
hann það gamalt).
Önnur skoðun var eðlileg s.s. höfuð, háls, hjarta- og
lungnahlustun, bak, liðir og útlimir, og hann var í
eðlilegum holdum.
Álit
Eftir sögu og skoðun var álitið að um iðrasýkingu
væri að ræða af veiru eða bakteríu uppruna.
12
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.