Læknaneminn - 01.10.1994, Page 103

Læknaneminn - 01.10.1994, Page 103
framkvæmd á Islandi. Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga algengi sjúkdómsins á Islandi og dreifmgu sjúkdómseinkenna frá augum, hjarta/æðakerfi og stoðkerfi. Fjölskyidusaga hvers sjúklings könnuð ítarlega og athugað hvort ættartengsl eru á milli fjölskyldnanna. Efniviður og aðferðir: Kannaðar voru sjúkraskrár þeirra sjúklinga sem fengið höfðu greininguna Marfans syndrome (ICD#759.8) á árunuml989-1994, á Landsspítala, Landakoti, Borgarspítala og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Gögn fengin frá hjarta-, augn-, barna- og heimilislæknum. Sjúklingar með ófullnægjandi upplýsingar voru kallaðir inn. Mæld var sjónskerpa og sjónlag og gerð augnskoðun með rauflampa(HS). Framkvæmd hjartahlustun og ómskoðun af hjarta(RD). Jafnframt var almenn líkamsskoðun gerð og greinargóð ættarsaga tekin(EÖE). Niðurstöður: Alls voru skoðaðir 22 einstaklingar á aldrinum 7-71 árs (meðalaldur 30,6 ±17,6 ár) Þar af töldust 17 með öruggt heilkenni Marfans (hópur 1) en 5 með líkleg merki þess (hópur2). Samkvæmt fyrri hópnum er algengi sjúkdómsins 6,5/100.000. Konur voru 9, meðalaldur 26,1 +14,5 ár en karlar 8, meðalaldur 28,6 ±18,8 ár. Einkennifráaugumhöfðu 14(82%),þaraf 11(65%) með hliðrun á augasteini og 10(59%) voru nærsýnir. Enginn hafði fengið sjónhimnulos. Einkenni frá hjarta- og æðakerfi höfðu 11 (65%), þar af greindust 6(35%) með míturlokubakfall og 9(53%) með ósæðarrótarvíkkun. Ósæðargúll greindist hjá 2(12%). Allir einstaklingarnir höfðu útlitseinkenni frá stoðkerfi, þ.e. voru hávaxnir, grannir, útlimalangir og með langa granna fingur. Þá voru 7(41 %) með fuglsbringu (Pectus carinatum). Kviðslit höfðu 6(35%) fengið á lífsleiðinni. Fjölskyldusögu um sjúkdóminn höfðu 12(71%) en 5(29%) virðast vera stakstæð tilfelli. Umræða: Algengi Marfan heilkennis virðist vera hærra hér en í Bandaríkjunum, 6,5/100.000 á móti 4-6/100.000. Mikilvægt er að finna og fylgjaeftir þessum sjúklingum. Meðferðarmöguleikar hafa batnað síðustu ár með framförum í skurðtækni á augn- og hjartagöllum. Ennfremur hefur notkun B-blokkara til að hægja á ósæðarrótarvíkkun gefið góða raun. Erfðaráðgjafar er þörf fyrir fjölskyldur með Marfan heilkennið og einnig mikilvæg. FYRSTA STARFSÁR HÁÞRÝSTISÚREFNISDEILDAR Á BORGARSPÍTALA Einar Kr. Hialtested'. Magni Jónsson2. 'LHÍ, 2Háþrýstisúrefnisdeild Bsp. Inngangur: I mars 1993 var háþrýstisúrefnisklefi tekinn í notkun á Borgarspítala. Háþrýstimeðferð með súrefni felst í því að sjúklingurandaraðsér 100% súrefni viðmeiri þrýsting en eina loftþyngd í ákveðinn tíma og er notuð sem fyrsta meðferð við kafaraveiki, CO-eitrun og loftembolisma. Einnig er þetta stuðningsmeðferð við græðslu sára sem ekki viljagróa, beindrepi, langvinnum beinsýkingum, loftfirrðum sýkingum og mjúk- partaáverkum. Þetta er meðferðarnýjung á Islandi en hefur verið notað í áratugi erlendis og hér er tekin saman reynslan af meðferðinni fyrsta árið. Lagt er mat á ábendingar, árangur, fylgikvilla og nýtingu klefans og borið saman við sambærilega starfsemi erlendis. Efniviður og aðferðir: Farið var í gegnunr sjúkraskýrslur allra þeirra sem rannsóknin náði til og hringt í alla til þess að fá upplýsingar um afdrif og viðhorf til meðferðar. Fjöldi meðferða, lengd þeirra og þrýstingur fer eftir ábendingum og einstaklingum. Algengast er að þrýstingurinn sé 2,5 loftþyngdir og anda sjúklingarnir að sér hreinu súrefni í tvisvar sinnum 30 mfnútur en lofti í 5 mínútur á milli til að minnka líkur á súrefniseitrun og krömpum. Klefinn er tvíhólfa og tekur mest einn aðstoðarmann eða lækni og þrjá sjúklinga og þar sem meðferðin er keyrð þrisvar á dag er mest hægt að meðhöndla níu manns á dag. Niðurstöður: Fjöldi þeirra sem fengu meðferð fyrsta árið (luku meðferð fyrir l.aprfl 1994) var69manns,40(58%)karlarog 29(42%) konur á aldrinum 16 til 84 ára og var meðalaldurinn 49,5 ár. Flestir fóru íklefann vegna sára eða 29(42%). Vegnasýkinga (osteomyelitis, necrotizing fascitis og anaerob abcess) fóru 6(8,7 %). 6(8,7%) fóru vegna beindreps, 5(7,2%) vegna CO-eitrunar, 5(7,2%) vegna MS sjúkdóms, 5(7,2%) vegna bráðs áverka, 1 (1,4%) vegna kafaraveiki og 12(17,4%) vegna annarra meinsemda. Meðferð var hætt í 15(21,7%) tilvikum og var oftast vegna ósk sjúklings, klínískrar versnunar eða annarra meinsemda. Árangur var metinn góður í 28(40,6%) tilvikum, sæmilegur í 20(29,0%), lítill í 8(11,6%) ogenginn í 13(18,8%). 30(43,5%) kvörtuðu yfir einhverjumóþægindum,eyrnaverkurhjá 11(16%) ogþarafþurftu 3(4,3%) rör í eyru og í einu tilviki (1,4%) kom gat á hljóðhimnu. 4(5,8%) kvörtuðu um þreytu, 3(4,3%) um innilokunarkennd, 3(4,3%) fundu fyrir þyngslum fyrir brjósti og sami fjöldi átti í erfiðleikum við öndun. Umræða: I samanburði við notkun háþrýstisúrefnismeðferðar í Bandaríkjunum er mest áberandi að tíðni kafaraveiki og loftembolisma var mjög lág hérlendis og þar flokkast rúmur helmingur tilfella undir ósannaðar ábendingar meðan hér flokkuðust 15(21,7%) tilfelli undir ósannaðar ábendingar. ENTERAL NUTRITION Erlineur Huni Kristvinsson'. Jónas Magnússon2 og Tómas Jónsson2. 'LHl, 2HandIœkningadeild Lsp. Inngangur: Það hefur komið í ljós í fjölmörgum rannsóknum, þar sem bornar eru saman paraenteral- og enteral næringaraðferðir, að ef um lengri föstu en 2-3 daga er að ræða þá hefur enteralnæring komið betur út. Ráðist var í þessa rannsókn til að reyna að koma enteralnæringu meira inn í rútínu vinnu á Landsspítalanum. Efniviður og aðfcrðir: Tveir sjúklingar sem lögðust inn á handlæknisdeild til innkallaðra aðgerða á meltingarvegi, voru nærðir með enteralnæringu gegnumjejunostomi catheter. Mældar voru hjá þeim eftirtalin efni í blóði: insulín, glúkósi, kreatinin, urea, total protein og albumin, á 8 klst. fresti, á meðan að sjúklingar gátu ekki borðað eftir aðgerðina. Fyrsta mæling var gerð að morgni aðgerðardags einnig sem sólarhrings þvagsöfnun var alltafhöfðtil viðmiðunarallanæringardagana. Hugmyndin varað fylgjast með ofantöldum gildum og einnig niturballans. Niðurstöður: Útkoman var vel viðunandi hjá þessum sjúklingum en vegna þess hversu fáir þeir voru, eru niðurstöðurnar ekki marktækar. Þessi næringaraðferð á samt sem áður góða framtíð fyrir sér á Landsspítalanum og virtist vera alveg fyllilega nægjanleg fyrir sjúklingana. Umræða: Þróun intrajejunal næringaraðferða hefur breyst mikið frá árinu 1858 þegar fyrsta tilraunin, sem vitað er um, var reynd. Stiklað er á stóru í sögu og þróun aðferða til að fá aðgang að holrúmi garna og þá sérstaklega jejunum. LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg. 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.