Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Page 10

Læknaneminn - 01.04.1999, Page 10
Magakrabbamein Jónas Magnússon INNGANGUR Hér áður fyrr var magakrabbamein algengasta ill- kynja æxli hérlendis en nýgengi þess hefur lækkað umtalsvert og í raun án inngripa lækna eða heilbrigð- isþjónustunnar. Læknandi aðgerðir vegna æxlisins hófust á síðari hluta 19. aldar og eina lækningin er skurðaðgerð. Aðgerðartæknin við magakrabbameini hefur í meginatriðum lítið breyst síðan. Þó eru Japan- ir að þróa aðgerðir með hjálp kviðsjár (lapai'oscopic surgery) við staðbundu krabbameini í magaslímhúð. Til nýmæla má einnig telja kviðarholsspeglun (laparoscopy) fyrir aðgerð með eða án IOUS (ómun- ar í aðgerð) til stigunar. Geislameðferð er ekki árang- ursrík gegn þessu krabbameini og lyfjameðferð hefur ekki náð útbreiðslu annars staðar en í Japan og Asíu. Tilgangur greinarinnar er að draga saman fyrir lækna- nema og unglækna yfirlit um vandann. FARALDSFRÆÐI Tíðni krabbameins í maga hefur farið lækkandi á undaförnum áratugum. Arlegt nýgengi hjá körlum hefur lækkað úr 70/100.000 í aðeins 17/100.000 (karlar/konur - 2/1). Það er fimmta algengasta ki'abbamein sem greint er meðal karla hérlendis. Al- gengistölur sýna að um 200 núlifandi einstaklingar eru með þennan sjúkdóm'. Lífslíkur eru enn slæmar og eina læknandi meðferðin er skurðaðgerð, en flest- ir sjúklingar á Vesturlöndum greinast með sjúkdóm sem er langt genginn2. A undanförnum árum hefur verið leitað að lífefnafræðilegum þáttum sem hafa forspárgildi um þróun krabbameinsins. Æxlisvísarnir CEA, CA 10-9 og CA 72-4 hafa verið skoðaðir en blóðþéttni þeirra sýnir nokkra samsvörun við stig sjúkdómsins fremur en þróun hans3. Japanir hafa tek- Höfundur er prófessor í handlækningum og sviðstjóri handlœkningasviðs Landspítalans ið upp magaspeglunarskimun og telja að í kjölfar þess hafi orðið tvöfalt meiri lækkun á dánartíðni af völdum magakrabbameins í þeim hópi sem fór í skimun'. Sjúkdómurinn er algengur í þróunarlöndun- um og ekki hefur fundist skýring á lækkandi tíðni í flestum vestrænum Iöndum, þó líklegast megi tengja það umhverfisþáttum, s.s. breyttri matvælavinnslu og geymslu matvæla og lækkunar í algengi Helicobacter pylori sýkinga. 0RSAKIR Orsök eða orsakir eru ekki þekktar en ýmsir þættir eru þekktir sem ýta undir myndun magakrabbameins. Ahættuþættir eru taldir sjúkdómar í maga t.d. langvarandi magabólga með rýrnun (chronic atrophic gastritis), garnaummyndun (intestinal metaplasia), blóðkornafár (pernicious anemia) og separ í maga (adenomatous polyps). Þar að auki er vel þekkt að aldur, kynþáttur, erfðir (þ.m.t. fjölskyldusaga) og um- hverfisþættir, s.s. reyktur og saltaður matur, lítil neysla ávaxta og grænmetis eru áhrifaþættir. Sýking í maga af völdum H. pylori tengist bæði myndun og þróun krabbameins og eitlaæxla (lymphoma) í maga og er nú talin til áhættuþátta fyrir magakrabbameini2. Hugsanlegt er að mismunandi tegundir H. pylori geti valdið missterkri bólgusvörun og myndun skaðvæn- legra súrefnisafleiddra efna (reactive oxygen species, ROS) sem geta valdið DNA skemmdum. Þannig virð- ast sterkari tengsl við tegundir sem tjá CagA’'. Nýleg samantekt á faraldsfræðilegum rannsóknum á tengsl- um H. pylori og magakrabbameins bendir til að ein- staklingar sem eru með langvarandi sýkingu séu í 2- 3 faldri áhættu á að fá magakrabbamein5. Faralds- fræðilegar rannsóknir benda einnig til fjölskyldu- fylgni í krabbameini í maga. Um 10% sjúkdómstil- fella eru fjölskyldulæg67. Rannsóknir á ættgengi magakrabbameins eru ekki til á Islandi en japanskar 10 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.