Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Síða 10

Læknaneminn - 01.04.1999, Síða 10
Magakrabbamein Jónas Magnússon INNGANGUR Hér áður fyrr var magakrabbamein algengasta ill- kynja æxli hérlendis en nýgengi þess hefur lækkað umtalsvert og í raun án inngripa lækna eða heilbrigð- isþjónustunnar. Læknandi aðgerðir vegna æxlisins hófust á síðari hluta 19. aldar og eina lækningin er skurðaðgerð. Aðgerðartæknin við magakrabbameini hefur í meginatriðum lítið breyst síðan. Þó eru Japan- ir að þróa aðgerðir með hjálp kviðsjár (lapai'oscopic surgery) við staðbundu krabbameini í magaslímhúð. Til nýmæla má einnig telja kviðarholsspeglun (laparoscopy) fyrir aðgerð með eða án IOUS (ómun- ar í aðgerð) til stigunar. Geislameðferð er ekki árang- ursrík gegn þessu krabbameini og lyfjameðferð hefur ekki náð útbreiðslu annars staðar en í Japan og Asíu. Tilgangur greinarinnar er að draga saman fyrir lækna- nema og unglækna yfirlit um vandann. FARALDSFRÆÐI Tíðni krabbameins í maga hefur farið lækkandi á undaförnum áratugum. Arlegt nýgengi hjá körlum hefur lækkað úr 70/100.000 í aðeins 17/100.000 (karlar/konur - 2/1). Það er fimmta algengasta ki'abbamein sem greint er meðal karla hérlendis. Al- gengistölur sýna að um 200 núlifandi einstaklingar eru með þennan sjúkdóm'. Lífslíkur eru enn slæmar og eina læknandi meðferðin er skurðaðgerð, en flest- ir sjúklingar á Vesturlöndum greinast með sjúkdóm sem er langt genginn2. A undanförnum árum hefur verið leitað að lífefnafræðilegum þáttum sem hafa forspárgildi um þróun krabbameinsins. Æxlisvísarnir CEA, CA 10-9 og CA 72-4 hafa verið skoðaðir en blóðþéttni þeirra sýnir nokkra samsvörun við stig sjúkdómsins fremur en þróun hans3. Japanir hafa tek- Höfundur er prófessor í handlækningum og sviðstjóri handlœkningasviðs Landspítalans ið upp magaspeglunarskimun og telja að í kjölfar þess hafi orðið tvöfalt meiri lækkun á dánartíðni af völdum magakrabbameins í þeim hópi sem fór í skimun'. Sjúkdómurinn er algengur í þróunarlöndun- um og ekki hefur fundist skýring á lækkandi tíðni í flestum vestrænum Iöndum, þó líklegast megi tengja það umhverfisþáttum, s.s. breyttri matvælavinnslu og geymslu matvæla og lækkunar í algengi Helicobacter pylori sýkinga. 0RSAKIR Orsök eða orsakir eru ekki þekktar en ýmsir þættir eru þekktir sem ýta undir myndun magakrabbameins. Ahættuþættir eru taldir sjúkdómar í maga t.d. langvarandi magabólga með rýrnun (chronic atrophic gastritis), garnaummyndun (intestinal metaplasia), blóðkornafár (pernicious anemia) og separ í maga (adenomatous polyps). Þar að auki er vel þekkt að aldur, kynþáttur, erfðir (þ.m.t. fjölskyldusaga) og um- hverfisþættir, s.s. reyktur og saltaður matur, lítil neysla ávaxta og grænmetis eru áhrifaþættir. Sýking í maga af völdum H. pylori tengist bæði myndun og þróun krabbameins og eitlaæxla (lymphoma) í maga og er nú talin til áhættuþátta fyrir magakrabbameini2. Hugsanlegt er að mismunandi tegundir H. pylori geti valdið missterkri bólgusvörun og myndun skaðvæn- legra súrefnisafleiddra efna (reactive oxygen species, ROS) sem geta valdið DNA skemmdum. Þannig virð- ast sterkari tengsl við tegundir sem tjá CagA’'. Nýleg samantekt á faraldsfræðilegum rannsóknum á tengsl- um H. pylori og magakrabbameins bendir til að ein- staklingar sem eru með langvarandi sýkingu séu í 2- 3 faldri áhættu á að fá magakrabbamein5. Faralds- fræðilegar rannsóknir benda einnig til fjölskyldu- fylgni í krabbameini í maga. Um 10% sjúkdómstil- fella eru fjölskyldulæg67. Rannsóknir á ættgengi magakrabbameins eru ekki til á Islandi en japanskar 10 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.