Læknaneminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Læknaneminn - 01.04.1999, Qupperneq 24

Læknaneminn - 01.04.1999, Qupperneq 24
vegakort í hanskahólfinu keyrðum við sem leið lá til Kaupmannahafnar. Ferðin sem átti að taka um fimm tíma, tók átta, þar sem búið var að breyta öllum vega- númerum í Danmörku frá því að hið forláta vegakort var gefið út. Það var ekki laust við að mikil spenna lægi í loftinu er við renndum inn í borgina þangað sem leið okkar lá í yndislega íbúð á Frederiksberg, rétt við miðborg Köben. Okkur hafði verið úthlutað þrjátíu fermetra herbergi í stórri íbúð hjá sextugri konu af rússnesku bergi brotnu, Sonju Sarauw FIols- ey, ásamt norskum skógarketti hennar. Þau buðu okk- ur velkomin með virktum og sýndu okkur herbergið. Ég held við hefðum ekki getað orðið heppnari með herbergið, leigusalana tvo eða staðsetninguna. Allt var þetta eins og best var á kosið og okkur átti eftir að líða mjög vel næstu tíu mánuðina. Eftir þriggja vikna dönskunámskeið hófst loksins kennslan. Það var svolítið sjokk að korna í fyrsta skiptið inn í læknaskólann, Panum Institut, eftir tveg- gja ára veru í Læknagarði. Húsið minnti mig við fyrstu sýn á stóra flugstöð enda reyndist Panum Institut vera stærsta byggingin í Köben; og stór var hún. Kynningarfundurinn átti að vera í stofu 16.4.23, já er það! Ég þurfti að rölta í tíu mínútur þangað til ég loksins fann álmu 16, gang 4 og stofu 23. Ég læddist inn og settist frekar aftarlega, virti fyrir mér mann- fjöldann og beið eftir kynningunni. Eftir nokkrar mínútur kom gráhærður karl með sígarettu í munn- vikinu og bauð okkur velkomin. Upp hófst lesturinn. Það var svona næstum því tíunda hvert orð sem ég skildi og um mig hríslaðist kaldur hrollur. Hvað var ég eiginlega að gera hérna, þetta var tungumálið sem ég átti eftir að hlusta á næstu mánuðina og ég skildi sama sem ekki neitt. Það var nú nógu erfitt að læra læknisfræðina á íslensku, en hvað þá á því hrogna- máli er danskan er. Það fyndna var að aðeins nokkr- um vikum síðar var mér hætt að finnast þetta óþægi- legt. Ég skyldi alls ekki allt, en innihaldinu náði ég þó. Það sem bjargaði mér var að flestar kennslubæk- urnar voru á ensku. Eins og fyrr sagði þá kom skilningurinn nokkuð fljótt, annað var þó með talmálið. Það var ekki svo erfitt að panta bjór á kaffíhúsunum eða tala um veðr- ið við rússnesk ættaða leigusalann hana Sonju, en að vinna hópverkefni í náminu var mjög erfitt. Ég hugs- aði á íslensku, las ensku, en þurfti að tjá mig á dön- sku. Upp frá því komu upp ansi mörg neyðarlega at- vik, sem þó betur fer var hægt að hlæja að. Krakkarn- ir tóku mér mjög vel, þótt erfitt reyndist að kynnast þeim náið, enda var þetta 200 manna bekkur. Kennslan kom mér mjög á óvart og var að mörgu leyti ólfk því sem ég átti að venjast frá Islandi. Hún var frjálslegri og fjölbreyttari og meiri áhersla lögð á verkefnavinnu og umræður en hér heima. Þó þótti mér kennslan í patólógíunni sérstaklega góð. Þetta var tæplega þriggja mánaða kúrs sem fór fram á há- skólasjúkrahúsi í úthverfi Kaupmannahafnar. Við vorum í patólógíu allan daginn, þrjá daga vikunnar og kennslan var að mestu leyti verkleg. I hverjum hópi voru átta nemendur og einn kennari á hvern hóp. Við lærðum að fara keifisbundið í gegnum líffæri og greina á þann hátt sjúkdóma en einnig var kennsla í smásjárskoðun og síðast en ekki síst fyrirlestrar. I upphafi var nemendum ráðlagt að finna sér „læse- makker“ og hjálpa hvorum öðrum gegnum kúrsinn. Mér leist nú ekkert á þetta. Hér heima var ég vön að lesa alltaf ein við skrifborðið mitt, eins og flestir gera og hafði hingað til bjargað mér ágætlega án læsem- akkers! En þetta hentaði mér mjög vel, því að dansk- an batnaði til muna við það að hitta makkerinn minn hana Belindu einu sinni í viku og í leiðinni eignaðist ég mjög góða vinkonu. Þetta var líka ómetanlegt frá þeim sjónarhóli að prófið í patólógíu var munnlegt. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég kveið fyrir því að þurfa að halda einræðu upp úr námsefninu og smá- sjársýnum í hálftíma á dönsku. Það gekk þó vonum framar og mér að óvörum var starnið í lágmarki. Danska er bara ekki svo leiðinlegt mál. Ekki var þó einungis um skyldukúrsa að ræða því einnig var hægt að taka valkúrsa á kvöldin, þar sem boðið var upp á jafn skemmtilega æfingakennslu og uppsetningu þvagleggja og IV nála, blóðtöku og end- urlífgun. Þetta reyndist góður undirbúningur fyrir verklega námið á 4. ári. Köben var þó ekki einungis nám og aftur nám. Góður tími gafst til að kynnast menningar- og skemmtanalífinu sem er með fjölbreyttasta móti. Sem dæmi má taka þann dag er Danir hlakka einna mest til á hverju ári, J-dag. Það er dagurinn sem julebryg, jólabjórinn þeirra Dana, kemur á markað. Nákvæm- lega á miðnætti streyma Carlsberg-bílarnir um Kaup- mannahöfn og dreifa ókeypis bjór til allra er vilja á pöbbum borgarinnar. Jólasveinar, angandi af humli, koma reikandi með fulla kassa af öli og bjóða lönd- um sínum og öðrum er þeir finna að smakka. Sjaldan hef ég séð aðra eins stemmingu í einni borg. Það var eins og Danir hefðu verið að vinna heimsmeistaratit- ilinn í knattspyrnu, þvílík var gleðin og fögnuðurinn. Jólasöngvar kyrjaðir og bjórinn teigaður. Svona stendur þetta langt fram eftir nóttu, hvort sem daginn 20 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.