Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Page 26

Læknaneminn - 01.04.1999, Page 26
Langvinnir lungnateppusjúkdómar Gunnar Guðmundsson INNGANGUR Langvinnir lungnateppusjúkdómar (LLT) eru vax- andi heilsufarsvandamál í öllum heiminum, m.a. hér á landi. Tengist þetta fyrst og fremst vaxandi reyking- um en einnig mengun. Til að mæta vaxandi eftirspurn þessara sjúklinga eftir heilbrigðisþjónustu hafa lungnalæknafélög í mörgum löndum þ.á.m. Banda- ríkjunum, Bretlandi, Danmörku og Evrópsku lungna- læknasamtökin gefið út leiðbeiningar um greiningu og meðferð þessara sjúkdóma (1,2,3). Hér á eftir verður gefið yfirlit yfir þessa sjúkdóma og stuðst við ofangreindar leiðbeiningar og lillit tekið til íslenskra aðstæðna. SKILGREINING Langvinnir lungnateppu sjúkdómar (LLT) eru nefndir chronic obstructive pulmonary disease (COPD) á ensku eða chronic obstructive lung disease (COLD). A Norðurlöndum eru þeir gjarnan kallaðir kronisk obstructiv lungesygdom (KOL). Þeir skiptast 1 AIRFLOW OBSTRUCTION I Mynd 1. Venn Diagram í lungnaþembu (emphysema) og langvinna berkju- bólgu (chronic bronchitis). Þessar sjúkdómsmyndir eru skilgreindar á mjög mismunandi hátt. Lungna- þemba er útskýrð á líffærafræðilegan hátt þannig að þeir hlutar lungans sem eru handan við endaberkj- unga (terminal bronchioli) skemmast á óafturkræfan hátt, renna saman og stækka þannig að lífeðlisfræði- legir eiginleikar lungnanna breytast. Langvinn berkjubólga er hins vegar skilgreind sem viðvarandi uppgangur í þrjá mánuði yfir tveggja ára tímabil. Oft fara báðar þessar sjúkdómsmyndir saman hjá einstak- lingi en geta einnig verið til staðar einar sér. Einnig er talið að langvarandi astmi geti leitt til LLT. Þannig skarast þessar sjúkdómsmyndir oft eins og lýst er á mynd I. FARALDSFRÆÐI OG GANGUR Þessir sjúkdómar eru að verða æ algengari jafnt hér á landi sem annars staðar. Ef tíðnitölur erlendis frá eru notaðar má áætla að um 2000 einstaklingar séu með lungnaþembu á Islandi og allt að þrettán þúsund með langvinna berkjubólgu. Dánartíðni vegna þess- arra sjúkdóma er vaxandi í heiminum og eru þeir nú sjötta algengasta orsök dauðsfalla á Islandi. Þannig sýndi nýleg íslensk rannsókn aukna dánartíðni hjá Is- lendingum á tímabilinu 1951 -1990 af völdum LLT (4). Varð á þessu tímabili tíföldun á dauðsföllum hjá konum vegna lungnaþembu og þreföldun hjá körlum. Önnur rannsókn sýndi að 7,1% 50 ára gamalla ís- lenskra karlmanna og 16,7% 80 ára karlmanna hafa merki um langvinna berkjubólgu (5). LLT eru í 80-90% tilfella orsakaðir af reykingum en í öðrum tilfellum af öðru, t.d. loftmengun og ryki. Vel þekkt er að íslenskir bændur fá merki lungna- Höfundur er sérfrceðingur í lyflœkningum, lungna- og gjörgœslulœkningum á Landspítalanum 22 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.