Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Síða 40

Læknaneminn - 01.04.1999, Síða 40
Danmörku á árinu 1994, sést að meðal lifun karla eft- ir upphaf sjúkdómseinkenna er 28 ár (miðað við 40 ár hjá þýðinu) og meðal lifun kvenna 33 ár (miðað við 46 ár hjá þýðinu). Meðal lifun karla frá greiningu var hins vegar 22 ár og kvenna 28 ár (23). Kurtzke matsskalar eru notaðar lil þess að meta al- varleika fötlunar af völdum sjúkdómsins. Skalarnir meta brottfallseinkenni frá ýmsum kerfum, t.d. hreyfifærni, slingur, skynbrottfall, blöðru- og enda- þarmsstarfsemi, sjón og vitrænt ástand sjúklinga. Oft- ast er EDSS (Expanded Disability Status Scale) skal- inn notaður, en hann metur einnig hreyfifærni. Mæli- kvarðarnir eru grófir og endurspegla ekki smávægi- legar breytingar á ástandi sjúklingsins. Þeir eru því gagnlegir við rannsóknir á stórum hópum, en ekki nauðsynlega við mat á einstaklingum (24). Auk EDSS skalans er oft gagnlegt að meta sérstaklega göngugetu og fínhreyfingar handa til þess að fá betri heildarmynd af sjúkdómsástandinu. MEÐFERÐ VIÐ MS Beta Interferon Bela interferon er lyf sem notað er við MS til þess að fækka köstum og er gefið undir húð. Lyfið var fyrst prófað við MS 1982, þá sprautað inn í mænu- holsgöng. Þá var sýnt fram á fækkun kasta hjá með- ferðarhópnum, en ekki var unnt að beita slíkri með- ferð til langs tíma. Á árinu 1993 voru birtar niður- stöður rannsókna þar sem lyfinu var sprautað undir luið. í Ijós kom að köstum fækkaði í meðferðarhópn- um miðað við lyfleysu. Flatarmál bólgusvæða á seg- ulsneiðmyndum af heila var einnig minna hjá með- ferðarhópnum. Önnur rannsókn sýndi fram á 75% lengingu á þeim tíma er það tók sjúklinga að versna að meðaltali um 1 stig á EDSS, þ.e. frá 3,1 ári fyrir lyfleysuhópinn í 5,4 ár í meðferðarhópnum (25). Til eru tvær gerðir beta interferons, þ.e. la (Rebif® og Avonex®) og lb (Betaseron®). Þau skiljast út í þvagi og þéttni þeirra í sermi er mjög lág. Helstu aukaverkanir lyfjanna er tímabundin bólgusvörun undir húð á stungustað, verkir, ofnæmi og ósértæk viðbrögð á stungustað, oftast innan 7 daga frá gjöf. Flensulík einkenni geta líka komið fram og nægir að taka paracetamol eða bólgueyðandi gigtarlyf við þeim. Geðrænar truflanir svo sem þunglyndi, kvíði, tilfinningalegt ójafnvægi, rugl eða sjálfsvígshugsanir eru mun sjaldgæfari aukaverkanir (25). Verkunarmáti beta interferons í MS er ekki þekklur en hugsanlega hamlar lyfið því að ónæmiskerfið fari í gang, minnkar hugsanlega einnig kraft bólgufrumu- árásar og hraðar aftengingu bólgusvörunar. Sýnt hef- ur verið fram á marktæka hækkun á fjölda hvítra blóðkorna (HBK) í mænuvökva rétt fyrir köstin í ómeðhöndluðum MS sjúklingum og að fjöldi HBK minnkar við gjöf beta interferons. Á sama tíma fækk- ar köstum, hægir á fötlun og nýjum MS skellum fækkar á segulsneiðmyndum af heila (26). Frumum sem framleiða interleukin 10, sem hefur ónæmiskerf- isaftengingaráhrif og meðal annars draga úr fram- leiðslu á gamma interferon, fjölgar við gjöf beta interferons (27,28). Einnig eykst CD95 virkni við beta interferon gjöf sem getur haft áhrif á T-frumur með tilhneigingu til sjálfseyðileggingar (auto- aggressive). Lyfjameðferð er ráðlögð sjúklingum með bakslags- hjöðnunarsjúkdóm, tíð köst og litla eða enga fötlun. Hluti sjúklinga myndar mótefni gegn lyfinu og kross- mótefni eru á milli beta interferons la og lb (25, 29). Önnur lyfjameðferð Háskammta sterameðferð er stundum beitt til þess að stytta köstin og draga úr alvarleika þeirra. Með- ferðin bætir ekki langtímahorfur (30). Reynt er að draga úr stjarfa og stjarfakrömpum með lyfjum eins og baclofen og tizanidine auk þess sem sjúkraþjálfun er oft gagnleg. I völdum tilvikum má nota botulinum toxin vöðvainnspýtingar og jafn- vel gifsmeðferð þar á eftir, til að draga úr sjálfráðri virkni vöðva (7,31). Endurhæfing sjúklinga með MS sjúkdóm Almenna endurhæfingu geta þeir sjúklingar sem eru ekki versnandi séð um sjálfir. Við köst er oft beitt tímabundinni sjúkraþjálfun og markmiðið er að við- komandi nái aftur sömu færni og var til staðar fyrir kastið. Hafi hreyfifærni minnkað, þarf að meta sjúk- linginn m.t.t. þess hvort þörf er á stuðningstækjum eins og t.d. göngugrind eða hjólastól. Meðferð á stjar- fa í neðri útlimum getur verið varasöm því að sumir sjúklingar geta haldið göngufærni lengur ef stjarfi er til staðar (31). Ef þreyta og slappleiki er vandamál er ráðlögð hvíld, t.d. að minnka vinnuáíag. Mikilvægt er að við- komandi reyni að forðast mikið líkamlegt og andlegt álag, því að það getur framkallað nýtt kast. Oft er þörf á stuðningi eða samtalsmeðferð því depurð er algeng svo og önnur geðræn og félagsleg vandamál (30). Hér á eftir verða kynnt 3 sjúkratilfelli þar sem MS sjúkdómurinn kemur fram á mismunandi vegu. 36 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.